Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 141

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 141
Uppe ld i og menn tun R Ú N A R V I L H J Á L M S S O N 14. árgangur 1 . he f t i , 2005 Gæðavandi íslenskra háskóla Snöggar breytingar hafa orðið á háskólastiginu á Íslandi á undanförnum árum með stofnun nýrra skóla, örri fjölgun námsleiða og hraðvaxandi nemendafjölda. Þótt sitt- hvað jákvætt megi segja um þessa þróun er hún langt í frá vandalaus. Stærsti vand- inn tengist gæðum háskólastarfsins og birtist meðal annars í miklum mun á stöðu kennara og nemenda og skilyrðum til rannsókna og kennslu milli deilda og skóla. Gæðavandinn kallar á endurskoðun háskólastarfseminnar á Íslandi bæði af hálfu skólanna og stjórnvalda, eins og vikið verður að síðar. Hvað eru gæði í háskólastarfi? Gæði í háskólastarfi snerta þrjá meginþætti – aðföng, ferli og útkomur (sjá Dona- bedian, 1966, 1988). Aðfangagæði háskóla snúast um það hver sé menntun eða hæfni kennara og eftir atvikum sérfræðinga háskólans, hve góða námsmenn háskólinn tekur til náms, hver sé fjöldi nemenda á hvert stöðugildi fastráðins kennara, hvert sé húsrými til kennslu, náms og rannsókna, hver sé ritakostur sem nemendur og starfs- menn háskólans hafa aðgang að, og hver séu tæki og búnaður til fræðilegrar og verk- legrar kennslu og náms í háskólanum. Ferilgæði háskóla varða hve vel er staðið að kennslunni með tilliti til námskeiðslýsingar kennara, lesefnis og leiðbeininga til stúdenta, undirbúnings kennara fyrir kennslustundir, tilhögun kennslu, notkun kennslutækja og námsmats og samskipta við nemendur utan kennslustunda. Þá snúast ferilgæðin einnig um tímann sem háskólakennarinn ver til rannsókna og hvernig þeim tíma er varið, hvort kennarinn er í innlendu eða alþjóðlegu rannsókn- arsamstarfi, í hvaða mæli hann sækir vísindaráðstefnur og hvort hann sæki um styrki til rannsókna sinna. Útkomugæði háskóla varða árangur kennslu og rannsókna í háskólanum, þ.e. hve mikið stúdentarnir læra í náminu og hve mikið þeir kunna og geta í einstökum námsþáttum og námsgreinum að námi loknu, og hve margar tíma- ritsgreinar, bókakaflar og bækur liggja eftir kennarana og sérfræðingana á viður- kenndum vísindavettvangi, auk álitsgerða og einkaleyfa. Unnt er að meta aðfanga-, feril- og útkomugæði á þremur meginsviðum – einstaklingssviði, einingasviði og stofnunarsviði. Á einstaklingssviði eru gæði einstakra háskólakennara, sérfræðinga og stúdenta metin, á einingasviðinu eru heildargæði kennaraliðs, sérfræðinga og stúdenta metin innan einstakra kennslugreina, námsbrauta, skora, deilda eða stofn- ana er heyra undir háskólann, og á stofnunarsviði eru heildargæði kennaraliðs, sér- fræðinga og stúdenta í skólanum metin. Við þetta má bæta að gæðamat (quality assessment) felst í því að vega og meta háskólastarfsemi út frá tilteknum gæðaviðmið- um um aðföng, ferli og útkomur. Gæðaeftirlit (quality audit) felst í að fylgjast reglu- J Ó N T O R F I J Ó N A S S O N 141
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.