Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 141
Uppe ld i og menn tun R Ú N A R V I L H J Á L M S S O N
14. árgangur 1 . he f t i , 2005
Gæðavandi íslenskra háskóla
Snöggar breytingar hafa orðið á háskólastiginu á Íslandi á undanförnum árum með
stofnun nýrra skóla, örri fjölgun námsleiða og hraðvaxandi nemendafjölda. Þótt sitt-
hvað jákvætt megi segja um þessa þróun er hún langt í frá vandalaus. Stærsti vand-
inn tengist gæðum háskólastarfsins og birtist meðal annars í miklum mun á stöðu
kennara og nemenda og skilyrðum til rannsókna og kennslu milli deilda og skóla.
Gæðavandinn kallar á endurskoðun háskólastarfseminnar á Íslandi bæði af hálfu
skólanna og stjórnvalda, eins og vikið verður að síðar.
Hvað eru gæði í háskólastarfi?
Gæði í háskólastarfi snerta þrjá meginþætti – aðföng, ferli og útkomur (sjá Dona-
bedian, 1966, 1988). Aðfangagæði háskóla snúast um það hver sé menntun eða hæfni
kennara og eftir atvikum sérfræðinga háskólans, hve góða námsmenn háskólinn
tekur til náms, hver sé fjöldi nemenda á hvert stöðugildi fastráðins kennara, hvert sé
húsrými til kennslu, náms og rannsókna, hver sé ritakostur sem nemendur og starfs-
menn háskólans hafa aðgang að, og hver séu tæki og búnaður til fræðilegrar og verk-
legrar kennslu og náms í háskólanum. Ferilgæði háskóla varða hve vel er staðið að
kennslunni með tilliti til námskeiðslýsingar kennara, lesefnis og leiðbeininga til
stúdenta, undirbúnings kennara fyrir kennslustundir, tilhögun kennslu, notkun
kennslutækja og námsmats og samskipta við nemendur utan kennslustunda. Þá
snúast ferilgæðin einnig um tímann sem háskólakennarinn ver til rannsókna og
hvernig þeim tíma er varið, hvort kennarinn er í innlendu eða alþjóðlegu rannsókn-
arsamstarfi, í hvaða mæli hann sækir vísindaráðstefnur og hvort hann sæki um styrki
til rannsókna sinna. Útkomugæði háskóla varða árangur kennslu og rannsókna í
háskólanum, þ.e. hve mikið stúdentarnir læra í náminu og hve mikið þeir kunna og
geta í einstökum námsþáttum og námsgreinum að námi loknu, og hve margar tíma-
ritsgreinar, bókakaflar og bækur liggja eftir kennarana og sérfræðingana á viður-
kenndum vísindavettvangi, auk álitsgerða og einkaleyfa. Unnt er að meta aðfanga-,
feril- og útkomugæði á þremur meginsviðum – einstaklingssviði, einingasviði og
stofnunarsviði. Á einstaklingssviði eru gæði einstakra háskólakennara, sérfræðinga
og stúdenta metin, á einingasviðinu eru heildargæði kennaraliðs, sérfræðinga og
stúdenta metin innan einstakra kennslugreina, námsbrauta, skora, deilda eða stofn-
ana er heyra undir háskólann, og á stofnunarsviði eru heildargæði kennaraliðs, sér-
fræðinga og stúdenta í skólanum metin. Við þetta má bæta að gæðamat (quality
assessment) felst í því að vega og meta háskólastarfsemi út frá tilteknum gæðaviðmið-
um um aðföng, ferli og útkomur. Gæðaeftirlit (quality audit) felst í að fylgjast reglu-
J Ó N T O R F I J Ó N A S S O N
141