Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 147
Þá skal ráðherra einnig setja reglur um hvernig háskólar með rannsóknarhlutverk
haga eftirliti með gæðum rannsókna (5. grein). Loks setur menntamálaráðherra
reglur um ytra gæðaeftirlit með starfsemi háskólanna. Þá kemur fram að einka-
háskólar geti fengið starfsleyfi frá menntamálaréðherra. Uppfylli einkaháskóli ekki
kröfur sem gerðar eru um kennslu eða rannsóknir getur menntamálaráðherra aftur-
kallað starfsleyfið (4. grein). Loks kveða lögin á um að menntamálaráðuneytið þurfi
að viðurkenna prófgráður og staðfesta inntak þeirra og gefa í því sambandi út skrá
um viðurkenndar prófgráður við íslenska háskóla.
Í ljósi þessarra allítarlegu lagaákvæða um gæði háskólastarfsemi er forvitnilegt að
skoða hvernig mati og eftirliti með gæðum hefur verið háttað á undanförnum árum.
Það er við hæfi byrja á menntamálaráðuneytinu. Ráðuneytið hefur ýmis tæki og tól
til að grafast fyrir um og treysta gæði háskólastarfs í landinu. Í fyrsta lagi gæti ráðu-
neytið tengt saman viðurkenningu námsgráða og gæðavottun, en gerir það þó ekki.
Þess í stað stað hefur ráðuneytið nánast viðurkennt nýjar námsgráður pro forma, í
framhaldi af ákvörðunum háskólaráðanna að bjóða upp á námið. Í öðru lagi getur
ráðuneytið gegnt eftirlitshlutverki með ytra mati á gæðum einstakra háskóladeilda.
Þetta mat hefur þó að takmörkuðu leyti farið fram. Aðeins tvær deildir Háskólans
hafa farið í gegnum heildarmat á allri starfsemi sinni af hálfu ráðuneytisins (Hjúkr-
unarfræðideild og Lagadeild) og meirihluti námsleiða í skólanum hefur ekki farið í
gegnum ytra matið. Svipaða sögu er að segja af öðrum ríkisháskólum. Þá hefur ráðu-
neytið látið geta úttektir á einkaháskólunum í Reykjavík og Bifröst, en af óljósum
ástæðum hafa þær verið í höndum endurskoðunarfyrirtækja (Deloitte og Touche og
KPMG ráðgjafa) og tekið fyrst og fremst til stjórnunar- og rekstrarþátta, en fagleg
(akademísk) starfsemi skólanna og einstakra háskóladeilda að mestu fallið utan út-
tektanna. Þá er það sérstakur vandi hins ytra faglega mats ráðuneytisins að ekki
hefur verið fylgt skilgreindum samræmdum viðmiðum um gæði rannsókna og
kennslu. Megináhersla hefur verið á lýsingu á kennslunni og rannsóknarstarfseminni
og þróun hennar í ljósi áforma og markmiða hinna metnu deilda. Óljóst er af ytra
mati ráðuneytisins hvort hinar metnu deildir eru yfir eða undir æskilegum við-
miðum í einstökum þáttum starfseminnar. Í matsskýrslunum eru ekki gerðar skýrar
faglegar kröfur til deildanna eða námsleiðanna og þeim hafa ekki fylgt nein sérstök
viðurlög. Að fenginni reynslu vakna því alvarlegar spurningar um þýðingu og fram-
tíð ytra mats ráðuneytisins. Þá er að nefna að ráðuneytið hefur um nokkurra ára skeið
haft þá stefnu að viðurkenna ekki nýjar námsleiðir í háskólunum nema að fenginni
greinargerð frá skólunum um hið nýja nám, byggðri á sérstökum gátlista sem ráðu-
neytið hefur gefið út. Hins vegar kemur fram í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar
að mikil vanhöld hafa verið á greinargerðum frá háskólunum. Þannig hafði t.d.
Háskólinn í Reykjavík aðeins einu sinni sent umsókn til ráðuneytisins í formi útfyllts
gátlista þegar til nýrra námsleiða var stofnað og Háskólinn á Akureyri sendi ekki
upplýsingar í samræmi við gátlistann þegar hann ákvað að hleypa af stokkunum
heilli háskóladeild í lögfræði og félagsvísindum fyrr en þremur mánuðum eftir að
námið var hafið og virðist það hafa verið formsatriði hjá skólanum (Ríkisendurskoð-
un, 2004, bls. 72). Í stuttu máli má því segja að gæðamat og gæðaeftirlit með starfsemi
háskólanna af hálfu menntamálaráðuneytisins sé stopult, illa samræmt og áhrifalítið.
R Ú N A R V I L H J Á L M S S O N
147