Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 147

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 147
Þá skal ráðherra einnig setja reglur um hvernig háskólar með rannsóknarhlutverk haga eftirliti með gæðum rannsókna (5. grein). Loks setur menntamálaráðherra reglur um ytra gæðaeftirlit með starfsemi háskólanna. Þá kemur fram að einka- háskólar geti fengið starfsleyfi frá menntamálaréðherra. Uppfylli einkaháskóli ekki kröfur sem gerðar eru um kennslu eða rannsóknir getur menntamálaráðherra aftur- kallað starfsleyfið (4. grein). Loks kveða lögin á um að menntamálaráðuneytið þurfi að viðurkenna prófgráður og staðfesta inntak þeirra og gefa í því sambandi út skrá um viðurkenndar prófgráður við íslenska háskóla. Í ljósi þessarra allítarlegu lagaákvæða um gæði háskólastarfsemi er forvitnilegt að skoða hvernig mati og eftirliti með gæðum hefur verið háttað á undanförnum árum. Það er við hæfi byrja á menntamálaráðuneytinu. Ráðuneytið hefur ýmis tæki og tól til að grafast fyrir um og treysta gæði háskólastarfs í landinu. Í fyrsta lagi gæti ráðu- neytið tengt saman viðurkenningu námsgráða og gæðavottun, en gerir það þó ekki. Þess í stað stað hefur ráðuneytið nánast viðurkennt nýjar námsgráður pro forma, í framhaldi af ákvörðunum háskólaráðanna að bjóða upp á námið. Í öðru lagi getur ráðuneytið gegnt eftirlitshlutverki með ytra mati á gæðum einstakra háskóladeilda. Þetta mat hefur þó að takmörkuðu leyti farið fram. Aðeins tvær deildir Háskólans hafa farið í gegnum heildarmat á allri starfsemi sinni af hálfu ráðuneytisins (Hjúkr- unarfræðideild og Lagadeild) og meirihluti námsleiða í skólanum hefur ekki farið í gegnum ytra matið. Svipaða sögu er að segja af öðrum ríkisháskólum. Þá hefur ráðu- neytið látið geta úttektir á einkaháskólunum í Reykjavík og Bifröst, en af óljósum ástæðum hafa þær verið í höndum endurskoðunarfyrirtækja (Deloitte og Touche og KPMG ráðgjafa) og tekið fyrst og fremst til stjórnunar- og rekstrarþátta, en fagleg (akademísk) starfsemi skólanna og einstakra háskóladeilda að mestu fallið utan út- tektanna. Þá er það sérstakur vandi hins ytra faglega mats ráðuneytisins að ekki hefur verið fylgt skilgreindum samræmdum viðmiðum um gæði rannsókna og kennslu. Megináhersla hefur verið á lýsingu á kennslunni og rannsóknarstarfseminni og þróun hennar í ljósi áforma og markmiða hinna metnu deilda. Óljóst er af ytra mati ráðuneytisins hvort hinar metnu deildir eru yfir eða undir æskilegum við- miðum í einstökum þáttum starfseminnar. Í matsskýrslunum eru ekki gerðar skýrar faglegar kröfur til deildanna eða námsleiðanna og þeim hafa ekki fylgt nein sérstök viðurlög. Að fenginni reynslu vakna því alvarlegar spurningar um þýðingu og fram- tíð ytra mats ráðuneytisins. Þá er að nefna að ráðuneytið hefur um nokkurra ára skeið haft þá stefnu að viðurkenna ekki nýjar námsleiðir í háskólunum nema að fenginni greinargerð frá skólunum um hið nýja nám, byggðri á sérstökum gátlista sem ráðu- neytið hefur gefið út. Hins vegar kemur fram í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar að mikil vanhöld hafa verið á greinargerðum frá háskólunum. Þannig hafði t.d. Háskólinn í Reykjavík aðeins einu sinni sent umsókn til ráðuneytisins í formi útfyllts gátlista þegar til nýrra námsleiða var stofnað og Háskólinn á Akureyri sendi ekki upplýsingar í samræmi við gátlistann þegar hann ákvað að hleypa af stokkunum heilli háskóladeild í lögfræði og félagsvísindum fyrr en þremur mánuðum eftir að námið var hafið og virðist það hafa verið formsatriði hjá skólanum (Ríkisendurskoð- un, 2004, bls. 72). Í stuttu máli má því segja að gæðamat og gæðaeftirlit með starfsemi háskólanna af hálfu menntamálaráðuneytisins sé stopult, illa samræmt og áhrifalítið. R Ú N A R V I L H J Á L M S S O N 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.