Morgunn - 01.12.1921, Síða 9
MORGUNN
129
gamala manns, — ef hann hefir komist á gamala aldur
hér í lífl,
Þetta kemur mjög heim við þá reymlu, sem fengist
hefir við manngervinga-tilraunirnar. Þar kemur í ljós,
að framliðnir menn hafa undramátt á — og oss enn óskil-
janlegt vit á — að mynda það efni, er þeir draga út úr
líkama miðilsins með svo furðulegum hætti, og gera sér
af því stundarlíkama, er þeir sýna sig í, til þess að gera
vart við sig og iáta þekkja sig. Þó Bkal eg taka það
fram, að þá er þeim eðlilegast að taka á sig þá líkams-
mynd, er þeir höfðu síðast hér á jörð. — En geti maður
á æðra lífssviði mótað svo efni, sem dregið er út úr
jarðneskum líkama annars manns, hversu miklu meira
vald mun hann hafa yfir sinum andlega líkama. Svo að
þetta verður ekkert ósennilegt. Eg hefi sjálfur séð þetta
efni liggja sem hvítt ský fyrir framan fætur miðilsins —
eða likt og ofurfínt hveiti væri að þyrlast til fyrir and-
vara — og siðan hverja veruna eftir aðra rísa upp úr þvi
og ganga í fullri líkamsmynd fram fyrir viðstadda fund-
armenn. Sumir þeirra komu til min, og eg starði inn i
augu þeirra. Eftir litla stund gengu þeir á eama etað
og þar leystuBt þeir upp á augnabliki, og þetta hvíta efni
hrundi ofan á gólfið, eins og fínaBta hveitimjöl, Og
stundum reis óðara ný vera upp úr því.
Það verða því engin vandræði á því, að móðirin
geti þekt barnið sitt aftur, eða vér ættingja vora yfirleitt.
Henni skilst fljótt, að barnið hafi vaxið. Það sýnir sig
því fyrst í barnsmynd og bregður siðan yfir sig nokkurum
myndum millistiganna, unz það Býnir eig í eðlilegu á-
standi, og hún venst fljótt við þá mynd þeas. Þegar vór
komum þangað, munum vér sannfæraBt um, hve satt
þetta er, Bem poatulinn eagði forðum: »Auga hefir ekki
séð né eyra heyrt og ekki hefir það komið upp í hjarta
nokkurs mannB, sem guö hefir fyrirbúið þeim, er elska
hann«. Bjargráð þeirrar umhyggjusömu elsku eru ó-
tæmandi.