Morgunn - 01.12.1921, Síða 18
MORGUNN
138
ánægð. En það er víst eins gott fyrir míg að gæta að
mér. Það er allískyggilegt fyrir strák eins og mig . . .«
Móðir hans tekur þetta fram í bókinni, að Eric hafi
komið huggun fyrir þetta, því að hún hafi sent honum
meira skotsilfur, svo að sökudólgurinn hafi fengið bætur
fyrir það, hve hreinskilnislega framliðinn bróöir hans
sagði eftir honum
Og nú spyr eg: Iialdið þér, að það rnuni spilla lífi
barnanna, að þau fái vitneskju um, að með þessura hætti
sé vakað ylir gerðum þeirra í öðrum heimi?
Börn hafa oft gert vart við sig á manngervingafund-
um. Þar hafa þau meðal annars hjálpað til að sannfæra
fundarmenn um það, að sú manngerving gat ekki verið
miðillinn. Ef fjögurra ára barn t. d. gengur um í fund-
arsalnum, þá getur það ekki verið þrítugur maður. Þvi
að þótt miðlar eigi að sumra dómi að vera fimir i því
að blekkja, þá veit eg ekki til, að nokkur jarðneskur
maður fái breytt sér í lítið batn með þeim hætti, að hann
geti gert líkama sinn að barnslíkama. Eitt barn hefi eg
séð manngerva sig. Eg var svo heppinn, að sá miðill
sat ekki í neinu byrgi, heldur stóð á gólfinu fyrir fram-
an mig, fast við stólinn minn. Þar myndaðist ský út
frá honum og barnsandlitið kom út úr skýinu við hlið
hans. Og þetta gerðist á heimili auðmanns eins í Lund-
únum, þar sem við vorum báðir gestir, og miðillinn ekki
atvinnumiðill, heldur kaupmaður og fór mjög dult með
það, að hann væri gæddur þessum hæfileika.
Eg ætla að segja ofurlítið ágrip af, hvernig fram-
liöin stúlka, er dó á fyrata ári (10 janúar 1861), fór að
því að sannfæra móðui' sína mörgum árum síðar. Eg tek
frásöguna úr alkunnri bók eftir móður stúlkunnar, þekta
konu og alkunnan rithöfund, Florence Marryat. Bókin
heitir: There is no death (Það er enginn dauði til). Þess
verður að geta, að barn þetta fæddist vanskapað að einu
leyti. Það hafði mjög einkennilegt skarð i efri vörina