Morgunn - 01.12.1921, Page 26
146
MORGUNN
Vér hljótum að lifa, og langdregin svör,
vé öðiumst við Þroskans æðri kjör.
En skifta mun litlu, oss skilja ber,
hvort lifum og þroskumst vór þar eða hér.
Þá fáum vér skynjað það betur, hve börn
oft bráðlunduð virðast og spurningagjörn.
En ekilningur þeirra er þroskaður litt,
og það sem er börnunum óséð og nýtt,
fæst aldrei svo nákvæmt sagt eða sett,
að í barnshugann mótuð sé myndin rétt.
En börnin, sem vaxandi viðsýni ná,
Hið rétta í öllu að síðustu sjá.
Og mannkynið virðist oss vera sem börn
með vaxandi skilning og spurningagjörn.
Já, það hefir leitað með logandi þrá
og langað svo heitt hið ókunna’ að sjá.
Og þróunin áfram er ekkert tál,
og æfðari verður mannsins sál,
að skynja það land bak við dauðans dyr,
sem öllum var kveljandi óvissa fyr.
Þér munið, er leiftraði lífsföður náð:
»Leitið, og þér munuð flnna«, var spáð.
En meistarans orð voru misakilin þá,
því mannkynið vantaði þroskann að sjá.
Loks skiljum vér, það er ei lygi’ eða tál,
þvi lífiO ber vitni um sannleilcans mdl.
Dulinn.