Morgunn - 01.12.1921, Side 30
150
MORGUNN
öögðu. Allir heyrðu það sama, k sama tíma — það sann-
aðist með samræðunni, sem allir heyrðu, og þetta var
mikilvægt, því að það sýndi, að hvíslið var verulegt, og
ekki hugrænar imyndanir eins eða annars fundarmanns.
Hvenær sem eg bar heirnartólin að eyrunum, heyrði eg
hvíslið aftur, og gat fylgt samræðunni frá báðum hliðum.
Eg reyndi þetta hvað eftir annað, og árangurinn varð
alt af sá sami — og það virðist vera sönnun þess, að minsta
kosti, að hvíslið haíi átt upptök sín í lokaða kassanum.
»Að lokum heyrði eg með heyrnartólinu nafn mitt
nefnt vel greinilega. Eg spurði, hver væri að tala, og
þá var svarað hiklaust: Leslie B. . .«. Því næst kom dá-
lítil samræða. Eg heyrði öll orðin greinilega, og í þeim
var fólgin sæmilega góð sönnun þess, hver væri að tala
— að það væri ungur maður, sem reglulegir meðlimir
hringsin8 höl'ðu aldrei heyrt nefndan.
»1 fundarlok heyrðust söngraddir. í mínum eyrum
voru hljómarnir veikir, en svo greinilegir samt, að þegar
eg hélt heyrnartólunum fast að eyrunum, heyrði eg ekki
að eins lagið heldur líka orðin. Eitt, sem sungið var,
var sálmurinn: »Heilagur, heilagur, heilagur«. Sú söng-
rödd var sérstaklega greinileg, og frú Wood Sims fullyrðir
við mig, að hún hafi þar kannast við rödd vinar síns,
sem hún þekti mjög vel og talað hafði við hana fyr á
fundinum. Hann hafði sannað sig þá fyrir henni með
því að segja, hvað hún hefði verið vön að kalla hann, og
með því að minnast á einkamál, sem hún hafði vitað um,
en enginn annar fundarmanna.
»Atburðirnir voru dásamlegir — en svo furðulegir sem
þeir voru, gerðust þeir nákvæmlega eins og eg hefi
skýrt frá«.
I niðurlagi ritgjörðarinnar segir höf. enn fremur:
»Með fullri ábyrgðartilfinningu fullyrði eg það, að svik
hafi ekki verið höfð i frammi, og ekki hafi verið unt að
hafa svik í frammi.
»Staðreyndirnar voru nákvæmlega þær, sem eg hefi