Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 51
MORGUNN
171
sama og hann gerði, er posíularnir voru færðir til dóms
hins mikla ráðs í Jerúsalem forðum. Hann sagði: »Isra-
elsmenn, athugið vel, hvað þér gerið við þessa menn.
Hættið við þá og látið þá vera, því ef þetta áform eða
fyrirtæki er af mönnum, fellur það sjálfkrafa, en sé það
frá guði, þá megnið þér ekki að yfirbuga þá. Ekki má
yður það henda, að þér jafnvel berjist gegn guði«.
Verum glaðir að hittast á samleið til sömu húsa, víðs
vegar að komnir. Þegar 2 hafa náð sötnu hugsjónarfram-
kvæmd, verður fagnafundur, þó að aðferðirnar hafi ekki
verið að öllu hinar sömu. . . .
Ný tcgund sannana.
Þess er getið á öðrum stað hér í heftinu, að Sir Arthur
Conan Doyle hafi í einu af erindum þeim, sem hann flutti
í London eftir heimkomu sína frá Ástralíu, minst á þá
ráðkænsku, sera komi fram hjá framliðnum mönnum,
þegar þeir séu að finna ráð við rengingum manna hér á
jörðunni. Hann er eklti eini maðurinn, sem um það talar.
Sannast að segja hyggjum vór, að fæstir menn, sem kynna
sér það mál vandlega, geti hjá því komiat að láta sér
finnast sú snild þeirra dásamleg. En hinu má ekki gleyma,
að til þess að hún geti notið sín að fullu þarf mikinn
miðilskraft.
Á síðustu áratugum hefir bersýnilega verið lögð mikil
stund á það frá öðrum heimi að svara mótbárum vísinda-
manna gegn þeirri sannfæring, að framliðnir menn séu
að gera vart við sig — færa vísindamönnunum heim
sanninn um það, að tilgátur þeirra um það, að þau fyr-
irbrigði, sem þeim þótti í raun og veru merkilegust, ættu
•eingöngu jarðneskan uppruna.
12