Morgunn - 01.12.1921, Page 52
172
MOEGUNN
í þessu sambandi er sérstaklega um þrjár tegundir
Bannana að tefla.
Fyret koma hin svo nefndu vixlskeyti (Croas-Corre-
spondences). Þrír til fjórir miðlar, sem heima áttu í ýms-
um löndum og voru hver öðrum ókunnugir, rituðu ósjálf-
rátt, nálega samtimis, setningar, sem þeir skildu stundum
ekkert í. Þeim var sagt í skriftinni að senda Brezka
Sálarrannsóknafélaginu í Lundúnum það sem ritast hefði.
Þar voru skrifin rannsökuð, og þá kom það upp úr kaf-
inu, að þessar sundurlausu Betningar, sem virtust slitnar
úr öllu sambandi og stundum voru teknar úr hinum og
öðrum merkum ritum, áttu saman, þótt sumt væri ritað á
Englandi, sumt vestur i Ameríku og sumt austur á Ind-
landi, og að í þeim var fólgin merking, sem engan gat
grunað, fyrr en alt hafði verið lesið saman. Með þesaum
víxlskeytum átti sérstaklega að svara þeirri mótbáru, að
skeyti, sem telja sig vera frá framliðnum mönnum, séu í
raun og veru komin með hugsanaflutningi frá mönnum
á þessari jörð.1)
Þá kom önnur tegund sannana, og Bkeytin tjáðu sig
vera frá sérstökum flokki brezkra sálarrannsóknamanna,
sem komnir voru yfir í annan heim. I þessum skeytum
voru tilvitnanir í fágæt rit, og i þeim kom fram svo djúp-
sett þekking á ýmsum fornritum, að óhugsandi var, að
miðlarnir hefðu nokkurn tíma þá þekkingu fengið. Stund-
um kom þetta fram sem nokkurs konar bókmentalegar
gátur, sem hinir lærðustu menn í þeim efnum gátu ekki
ráðið, fyrr en þeir, er skeytin sendu, komu með bendingu
um, hvernig skilja ætti þetta torskilda mál. Þegar þær
bendingar voru komnar, varð alt vel skiljanlegt. Frá
þessari tegund sannana hafa sérstaklega þrir brezkir sál-
arrannsóknamenn skýrt af mikilli nákvæmni: fyrverandi
ráðherra G. W. Balfour, J. G. Piddington og Sir Oliver
Lodge.
*) Frá vlxlikeytunum og áhrifum þeirra er ikýrt nokkuð nikvæm-
ara i riti minu >Lif og dauði<, Evlk, 1917, bli. 57—60.