Morgunn - 01.12.1921, Síða 58
178
MOR&UNN
þegar við fengum þessa sönnun, þá mundi hann hafa
sagt: »Þetta er ekki syrgjandi fjölskylda; þetta eru
glaðar manneskjur.
»Og hann hefði haft rétt að mæla«.
Um aðdragandann að sönnuninni, sem hér fer á eftir,
farast höfundinum svo orð:
»Veturinn 1917 og í byrjun vormánaðanna höfðum
við fengið svo mörg skeyti og svo mikla huggun á fund-
um mínum hjá frii Leonard, að eg fór að hugsa um það,
að eg ætti að hætta við alla fundi nokkurn tíma, og lofa
öðrum að komast að, mönnum, sem höfðu orðið fyrir
enn nýrri ástvinamissi. Um þetta leyti var svo ástatt,.
að ef einhver ætlaði sér að komast á fund, varð hann
að gera viðvart um það þrem mánuðum áður, eða þar
um bil — svo mjög var þessi miðill umsetinn af fólki,
sem komast vildi að hjá henni, og svo víðtækt var starf
hennar. Eg hafði haft fundi með henni um þrjá mánuði
fyrir Sálarrannsóknafélagið, því að svo miklar sannanir
höfðu verið í skeytunum, sem við höfðum fengið, að stjórn-
arnefnd félagsins hafði, um leið og hún tók frú Leonard
í þjónustu sína, beðið mig að vera ein af þeim fundar-
mönnum, sem frúnni var leyft að veita viðtöku.
»Um 3 mánuði var frú Leonard í þjónustu félagsins
og fékk kaup fyrir. Félagið langaði til að fá rannsókn
á hinni merkilegu miðilsgáfu hennar. Henni var ekki
leyft að veita viðtöku öðrum fundarmönnum en þeim,
sem félagið sendi henni, og, að fáeinum undanteknum,
leyndu þeir nöfnum sínura. Ávalt var sérstakur fulltrúi
frá félaginu með á þessum fundum, til þess að akrifa
þaö er gerðist. Mínir fundir voru mánuðina janúar, febrú-
ar og marz; þá hætti eg af þeirri ástæðu, sem eg hefi
þegar tekið fram. En mánuðina þar á eftir, meðan eg
var úti á landi, tókst Bim að koma með nokkurar bóka-
sannanir til okkar, og fundarmaður, sem þá var okkur
ókunnur, veitti þeim viðtöku. Þessi maður var síra