Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 61
MORGUNN
181
að þessi ritningargrein, er eg hafði notað sem einkunnar-
orð fyrir Endurminningunum, er í Jesú Síraks bók 44. kap.
»Þ. 2. júlí fekk eg bréf frá síra Drayton Thomas. Þá
þekti eg hann ekkert Hann skrifaði mér, að hann hefði
um þær mundir nokkura fundi með frú Leonard, og að
hann yrði að færa þá afsökun fyrir því, að hann væri að
skrifa mér, að tvisvar hefði einhver, sem teldi sig vera
son minn, beðið sig að skrifa mér og koma til mín skeyti
frá sér. Iionum hafði verið sagt, að þetta skeyti yrði
fólgið í bókar-sönnun, og svo hefði verið frá því skýrt,
hvernig hann ætti að finna hana. Hann mundi finna
þetta bindi í öðrum bókum sínum í bókastofu sinni, og að
lokum var hann beðinn að skila ástarkveðjum ásamt
þessari orðsending: »Segið henni, að hún muni skilja, við
hvað þetta á«.
»Eg hefi fundið staðinn í bókinni*, segir presturinn
enn fremur í bréfinu. »Eg þarf ekki að taka það fram,
að þetta getur alls ekki heimfærst til mín. Má eg biðja
yður að skrifa mér og segja mér, hvort þér getið heim-
fært þetta til nokkurs?!
Síra Drayton Thomas hafði farið eftir bendingunum
við leit sina í bókunum, og á þeirri blaðsíðu, sem til
hafði verið tekin, í bindinu, sem lýst hafði verið, var rit-
gerð um Jesú Síraks bók og minst á 44. kapitulann.
Sir Oliver Lodge minnist á það i formálanum, sem
hann hefir ritað framan við bókina, eins og áður er sagt,
að mönnum muni ltoma til hugar, að hór sé um tilviljun
að tefla, en að nú séu dæmin orðin svo mörg, að sú til-
gáta geti tæplega komið til raála. Hann bendir líka á
það, að ekkert verði um það sagt, hvernig þetta gerist
— með núverandi þekking mannanna sé oss það óskilj-
anlegt, hvernig nokkur, hvort heldur hann er framliðinn
eða jarðneskur, getur skynjað það, hvað er á sérstakri
bls. í lokaðri bók, langt í burtu.
Þegar lögð var fram fyrir heiminn frásagan um lest-