Morgunn - 01.12.1921, Side 63
M 0 R G U N N
183
Athugasemd.
í viðbót við slcprslu þá um einkafund með mr. Alfr.
V. Peters þ. 25. ágúst 1920, sem við Yngvi Jóhannesson
birtum í 1. hefti »Morguns« þ. á., má geta þess, er nú
skal greina:
Á bls. 70 i nefndu hefti er þess getið, að í lýsingu
mr. Peters’ á stúlkunni Kristbjörgu Gunnarsdóttur sé þrjú
atriði, sem eigi sé unt að setja í samband við neitt, er
fundarmenn vissu um hana. Atriðin voru þessi: Umtal
um lítinn kött, stafurinn F, og gælunafn, sem Peters spurði
hvort hún hefði ekki haft.
Nú lítur út fyrír, að fengin sé skýring á tveimur
síðari atriðunum, og er það að þakka vinsemd hr. kennara
Yaldemars V. Snævars í Norðfirði. Ritaði hann mér und-
irrituðum þ. 28. jan. bréf það, sem eg leyfi mér að setja
hér á eftir:
»Norðfirði, 28. jan. 1921.
Hr. cand. mag. Jakob J. Smári, Reykjavík.
Skýrsla ykkar hr. Yngva Jóhannessonar í nýkomn-
um Morgni kemur mér til að skrifa yður fáeinar línur,
og vona eg, að eigi teljið þér mér það til óhæversku,
þótt við séum ókunnugir.
Svo er mál með vexti, að eg þekti Kristbjörgu Gunn-
arsdóttur, þá er ræðir um í skýrslu ykkar. Hún var í
barnaskóla hjá mér í Húsavík á Skjálfanda. Það vakti
strax eftirtekt mína, er eg las þessi orð skýrslunnar: »Og
hún [sýnir mér F. Hafði hún ekki gælunafn?« Eg sé,
að því hefir verið svarað neitandi. Hver veit þó, nema
að eins konar »gælunafn* hafi hún átt?
Jeg skal leyfa mér að tjá yður, að við lestur til-
greindra orði vaknaði ein endurminning um þennan
.gamla ástkæra nemanda minn. Svo er mál með vexti,