Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 75
M 0 R & U N N
19o
að þær eru upphleyptar, af »stereoskop« -myndum þeim,
sem teknar voru.
2. Andlitin í þessum fyrirbrigðaflokki áttu að sumu
leyti sammerkt, en voru að sumu leyti mjög frábrugðiu
hvort öðru.
Þau voru frábrugðin að andlitsfalli.
Þau voru frábrugðin að stærð; stundum minni en
venjuleg andlit, en stærðin ekki ávalt sú sama fund eftir
fund og breyttist á sama fundi.
Andlitsfallið var misjafnlega fullkomið; stundum var
það alveg reglulegt, stundum var það mjög ófullkomið.
Líkamningin var misjafnlega fullkomin; stundum'
var hún alger, stundum vangerð og þá óformað efni
með; stundum voru að eins tildrög til hennar.
Mig langar til að leiða athygli manna að þvi, hvern
ig þessar myndir, sem eru að eins vísir til annars meira,
eru að öllu leyíi merkilegar. Það má jafna mikilvægi
frummyndanna í dulrænni fósturfræði við mikilvægi
þeirra í venjulegri fósturfræði; þær sýna, hvernig það,
sem hefir fengið einhverja ákveðna mynd, hefir verið
upphaflega.
Því betri sem líkamningarnar voru, þess meiri mátt
virtusi þær hafa til sjálfstjórnar (autonomie). Þær hreyfð-
ust umhverfis Evu, stundum í nokkurri fjarlægð. Eitt
þessara andlita kom fyrst í ljós víð tjaldopið; það var
venjulegt að stærð, mjög fallegt og útlitið var einkenni-
lega fjörmikið.
Á öðrum fundi fann eg með höndunum í gegnum
tjaldið tií mannlegs likama, sem kom því til þess að
ganga i bylgjum (Eva lá í fullri birtu í hægindastól og
það var haldið í hendurnar á henni).
Það er óþarfi að geta þess, að allra venjulegra var-
úðarráðstafana var vandlega gætt, meðan fundirnir voru>
haldnir í rannsóknarstofu minni. Þegar miðillinn kom
inn í herbergið, sem fundirnir voru haldnir í, og eg eimr
gat gengið um, þá var hún alveg afklædd í minni viður-