Morgunn - 01.12.1921, Page 76
196
MORGUNN
vist, og færð í þröngan klæðnað, aem var saumaður
saman á bakinu og um úlnliðina. Eg og félagar mínir
rannsökuðum hárið og munnholið fyrir og eftir hvern
fund. Eva var leidd aftur á bak að tágastól í dimma
byrginu. Það var ávalt haldið í hendurnar á henni í
fullu ljósi utan við tjaldið. Og alt af var höfð góð birta
í herberginu allan fundartímann. Eg segi ekki einungis:
»Svik voru ekki höfð í frammi*, heldur segi eg: »Svik
var alls ekki unt að hafa i frammi*. Auk þess get eg
þess enn, því að það verður aldrei of oft endurtekið, að
líkamningarnar fóru nálega æfinlega fram fyrir augum
mínum og eg athugaði upphaf þeirra, og alla þróun.
í stað velgerðra liffæramynda, sem lita alveg út eins
lifandi væru, sjást oft ófullkomnar myndir. Þær eru oft
alveg flatar. Sumar eru sumpart fiatar og sumpart upp-
hleyptar. Eg hefi séð dæmi þess, að hönd eða andlit sást
fyrst flatt, en breyttist svo fyrir augum míuum og tók á sig
iþykt að einhverju eða öllu leyti. Ofullgerðu myndirnar
eru stundum minni en í venjulegri stærð; kemur fyrir að
þær eru örlitlar.
Stundum er ófullkomleikinn fólginn í göllum í mynd-
inni sjálfri, i stað þess að skorta á hæð, breidd eða þykt.
Líkamningin er þá í venjulegri stærð, en það eru eyður í
smíðinni.
Dr. Schrenck-Notzing hefir sýnt, með því að taka sam-
•timis stereoskopmyndir að framan, af hliðinni og að
aftan, að líkamningin er venjulega að eins fullgerð að
framan. Bakhlutinn er þá einungis óformað efni.
Eg hefi sjálfur tekið eftir þessu sama.
Það er ekki ósennilegt, að þessar lausu slæður, túr-
banar og þess konar umbúðir, sem svo oft sjást með
»svipum«, séu hafðir til þess að hylja eyður i nýmynd-
uðum líkamanum.
öll hugsanleg stig eru á milli fullkominnar og ófuil-
■kominnar líkamningar og þau breytast fyrir augum at-
hugarans.