Morgunn - 01.12.1921, Qupperneq 86
206
M 0 R G U N N
Kverlærdómi ungmenna hefir sérstaklega verið mót-
raælt frá tveimur sjónarmiðum.
Að öðru leytinu hefir það verið að fundið, að kverin
séu mjög óhentugar lærdómsbækur i kristindómi. Eftir
því, eem oss hefir verið frá skýrt, mun Þórhallur biskup
Bjarnason hafa verið einn af fyrstu mönnunum, sem hóf
máls á því. Það var á kennarafundi, og þótti þá allmik-
illi furðu gegna. En fastast hefir forstöðumaður kennara-
skólans, síra Magnús Helgason, mótmælt kverlærdómi
ungmenna af þeim mönnum, er tekið hafa til máls um
liann opinberlega. í tveimur synodus-erindum (1909 og
1911) hefir hann gert það mál að umtalsefni. Vér leyf-
um oss að prenta hér tvo kafla úr erindum, sem hann
flutti 1911. Menn sjá af þeiro, hverrar tegundar þessar
aðfinslur eru:
»Þó að kennendunum, sem veita börnunum þessa
fræðslu (o: í kristindómi) sé meira eða minna áfátt,
er ekki um það að fáat; slíkt er vitaskuld, og verður
kirkunni yfirleitt ekki gefin sök á því. En hitt, að til-
■högunin á þeirri fræðslu er svo óviturleg og að sumu
leyti öfug, það er kirkjunnar sök; því getur hún breytt
og þarf að breyta. Tilhögunin er úrelt; arfur frá rétt-
trúnaðaröldinni, þegar trúarlífið í lúthersku kirkjunni
ætlaði að kafna í tómri trúarfræði. Ef nú væri fyrst
verið að skipa fyrir um kristindómsfræðslu barna, þá
mundi engum detta í hug að bjóða barni svo þungt efni,
sem kverið er. Því er það, að eg þykist tala máli barn-
anna þegar eg vil láta kirkjuna setja bibliusögurnar í
öndvegi í stað kversins og jafnvel koma alveg í þess
stað á barnsaldrinum. Að íhuga trúarlærdómana rök-
fræðilega, raða þeim i samfelda heild, gjöra sér og öðr-
um rækilega grein fyrir skoðun sinni á þeim efnum, það
verður að bíða seinni tíma; það er óeðlileg og ósann-
gjörn krafa til barna*.
»Það finst mér öllum mönnum mega auðsætt vera,
hver háski það er fyrir kristindóm þjóðarinnar, að svo