Morgunn - 01.12.1921, Qupperneq 94
214
M 0 R G U N N
heimspekingur og lærdómsmaður, maður, sem var göfugur
í hugsunum og frámunalega grandvar í hvívetna, hann segir
hér hispurslaust frá reynslu sinni um dularfull fyrirbrigði,
sem eru jafn sannfærandi, fsem þau eru ómótmælanleg.
Skeytin sem hann ætlar að séu frá þýska skáldinu Schiller
og frá Abraham Lincoln, reyndi hann með hinni ströng
ustu prófun og er skýrt frá því í bókinni, sem eg hefi minst
á. — Þá sneri8t tal okkar að læknum og afstöðu þeirra
til sálarrannsókna og andlegra fyrirbrigða yfirleitt.
Eg veit að það hefir undrað hann mjög að eg, sem
í meir en fjórðung aldar hafði fengist við rannsóknir á
svo raunverulegum sjúkdóm, sem tæringin er, og háð
baráttu við hana, sem hefir ekki aðeins læknislegar,
heldur einnig fjárhagslegar, þjóðfjelagslegar og sannar-
lega veraldlegar hliðar, skyldi hafa áhuga. á sálarlífs-
rannsókn og spíritisma o. s. frv. Hann hafði látið þess
getið að reynsla sín væri sú, að læknar væru andstæð-
ingar allra slíkra rannsókna og yfirleitt mjög efnishyggju-
lega sinnaðir. Hann spurði mig með hverjum hætti
áhugi minn hefði vaknað á þessum málum og hvað eg
vissi um afstöðu lækna til þeirra nú á dögum. — Jeg
varð að svara honum því, að eg óttaðist að það mundi
taka okkur of langan tíma að segja frá minni eigin
reynslu og ræða þetta inerkilega mál frekar, en að eg
vonaði að síðar, er hann væri orðinn heill heilsu, hefði
eg tækifæri til að halda áfram hinu skemtilega samtali
er við höfðum hafið þetta yndislega sumarkvöld. Eg
þóttist sjá þess merki, að dr. Hyslop væri örþreyttur,
og mér fanst ekki rétt að lengja samræðurnar
Nú er hann liðinn, og eg hefi ekki ánægjuna af því
að ræða þessi merkilegu mál við hann, unz eg sjálfur
tek land á ströndinni fyrir handan. En mér finst það
siðferðisleg skylda mín að rita stutta frásögn um það
mál, sem eg hafði lofað að skýra nánar frá við síðasta
samtal okkar, sérstaklega um afstöðu lækna til þessa
raáls. Þetta er því ritað sem endurgjald til hans og