Morgunn - 01.12.1921, Qupperneq 110
230
JIOKGUNN
dottiö í hug, að þér kynnuð að vilja birta hann i nMorgniíl, og er
það þá auðvitað heimilt. En svo langar mig til að biðja yður um álit
yðar á honum með nokkrum orðum, annað hvort i „Morgniu eða þá
raeð linum til min.
Það er Bannfœring okkar, keimílisfálksins á Hafralæk, sem hlust-
uðum á lýsingu gamla mannsins á fyrirburði þessum um nóttina, þegar
er hann hafði orðið hans var, að hér geti ekki verið um venjulegan
draum að ræða, enda segir karl, þegar ymprað er á þeim möguleika, að
sig gildi einu, hvort þess sé getið til, eða hann sé sagður ljúga öllu
saman frá rótum! En sérstaklega viljum við fullyrða, að karlinn var
glaðvakandi þegar liann sagði orðin, sem seinast standa í frásögninni:
„Hvað heitið þið, blessaðir litlu drengirnir?11 Erum við fús til að gefa
vottorð um það, ef máli þætti skifta.
Með vinsemd og virðingu, yöar einlægur
Konráð Vilhjálmsson.
Hvað sá eg?
Þessari spurningu held eg að fáir geti svarað, þó að
eg spyrði að því ýmsa menn og þó að eg lýsti því svo
greinilega, sem mér væri unt, því að eg skil ekki sjálfur
hvað það var, sem eg sá fyrri hluta næturinnar milli
17. og 18. Febr. 1919. — Eg lá vakandi í rúmi mínu;
leit eg á húsgólfið milli rúmanna, míns og þess, er hjón-
in Vilhjálmur og Sólveig sváfu í. Sé eg þá 2 kvenmenn
standa þar á gólfinu milli rúmanna Tunglsljósbirta var
svo næg að eg sá fötin vel á þeim og alla likamslög-
un þeirra, en þær sneru að mér hliðinni svo að eg gat
ekki séð í andlit þeirra. Eg hugði fast á þessar stúlkur
um stund, en jafnframt sé eg að saman drógust 2 þykni
til mannsmyndunar og fljótlega eru stúlkurnar orðnar 4,
og enn er sú fimta komin i hópinn, án þess að eg vissi
hvaðan hún kom. Þessar stúlkur fimm sveimuðu nú
þarna mjög hægt um gólfið. — Næst þessu varð eg Var
við að stúlka stendur á höfðagafli rúms míns. Hún er
hærri og miklu grennri en allar hinar. Hún heldur á
nýfæddu barni uppi á brjóstum sér; sé eg aðra barns-
höndina og voru fingur svo mjóir sem pípa á andarfjöð-
ur. 2 unglings stúlkur voru þar hjá henni. — Þegar eg