Morgunn - 01.12.1921, Page 117
MORftUNN
237
við mig að sér væri ómögulegt að losna við þessa sýn
úr huga sinum.
Eg sagöi manninum mínum frá þessu strax sama
kveldið Hélt, að hann kynni ef til vill að kannast við
lýsinguna á þessum manni.
G. Kvaran.
3.
Laugardagskvöld þ. 12 febr. vorum við á leið frá
Hellusundi 6, húsi Vilh. Knudsens, heim til okkar á
Spítalastíg 9.
Þegar við komum upp í Bergstaðastræti, segir konan
min við mig: »Það er skrítið, eg kem hvergi auga á
húsið okkar* (kölluðum það oft svo, þótt eigi væri það
lengur í okkar eign). En þaðan sem við stóðum þá,
átti húsið að blasa við.
Jeg gat fyrst i stað eigi heldur komið auga á húsið,
en eftir ofurlitla stund, sá eg það og segi þá. »Jú, þarna
er það« »Já, nú sé eg það, segir konan mín, en bætir
svo við: »Þetta er skrítið* —
Reykjavík 22/6 1921
Jens B. Waage.
4.
Á 10. tímanum þ. 14. febr. síðastl. sá eg út um
glugga hjá mér, að eldur var kviknaður í húsi einhvers-
staðar nálægt Bergstaðastræti. Eg lagði þegar af stað,
til þess að komast að raun um, hvar þetta væri og um
hve mikinn eld væri að tefla. Eg sá bráðlega, að það
var húsið nr. 9 við Spítalastíg, sem var að brenna.
Húsið stóð i björtu báli og var að byrja að falla. Eg
hafði ekki heyrt neinn minnast á brunann og þess
vegna ekkert um það heyrt, hvort full mannbjörg hefði
orðið eða ekki. En þegar eg kom að eldinum, þóttist eg
þeBS fullvís að einhver væri að farast þarna. Eg réð
það af því, að upp yfir eldinum sá eg að Bvifu nokkurar
16*