Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 34
32
BÚFRÆÐINGURINN
Samanburðurinn er gerður við ferns konar skilyrði, og ræktunar-
aðferðirnar þrjár, þakslétta, græðislétta og sáðslétta, eru bornar saman
í öllum tilfellunum. Þessa mismunandi aðstöðu má setja þannig upp:
f landi áð'nr ræktuðu
(túnþýfi)
Með búfjáráburði
Með tilb. áburði
í óræktuðu landi -
(flagmóa)
Með búfjáráburði
Með tilb. áburði
Til þess að gera yfirlilið sem viðráðanlegast tek eg hér aðeins upp-
skerumeðaltöl fyrir þrjú fyrstu árin, þrjú næstu árin, fjögur síðustu
árin og öll tíu árin, sem tilraunirnar voru gerðar. Ennfremur eru
sýndar hlutfallstölur uppskerunnar fyrir meðaltölin af þessum tímabil-
um, og er þá uppskera þaksléttunnar í öllum tilfellum sett sem 100
(sjá töflu II).
A tilraunarsvæðið var borið þannig:
f Búfjáráb.: 44 þús. kg mykja 1. árið; 30 þús. kg 2. og 3. árið.
Árin 1928—1930 "S Tilb. áb.: 500 kg kalksaltp., 400 kg 18% superf., 200 kg 40%
l_ kalí.
Árin 1931_1937 < Háfjáráburður: 20 þús. kg mykja, 10 þús. kg. hland árlega.
I Tilb. áburður: 300 kg nitrophoska, 200 kg kalksaltp. árlega.
Á nokkrunt hluta tilraunasvæðisins var skipt um áburð fjögur síðustu
árin, og jókst uppskeran þá mikið, þegar skipt var frá búfjáráburði til
tilbúins áburðar, en minnkaði verulega, þegar skipt var öfugt. Hlut-
fallið milli ræktunaraðferðanna hélzt þó nokkurn veginn óbreytt.
Slétturnar eru allar gerðar samtímis og enginn munur á vinnslu
græðisléttunnar og sáðsléttunnar. Uppskeran í þessi tíu ár sýnir greini-
lega eftirfarandi:
1. Þaksléttan hefur enga þá yfirburði umfram grœðisléttuna og
þaðan af síður sáðsléttuna, er vegið geti móti því, hve mihlu dýrari hún
cr en hinar rœktunaraðjerðirnar. Hún gefur að vísu örlítið meiri upp-
skeru heldur en græðisléttan, en munurinn er mestur fyrstu árin, meðan
græðisléttan er ekki fullgróin.
2. Yjirburðir sáðsléttunnar umjram liinar slétlurnar eru svo milclir,
að kostnaðurinn við sáninguna eru smámunir móti vinningnum. Þannig
hefur sáðsléttan öll tíu árin gefið um 30% meiri uppskeru en þak-
sléttan, eða um 15 hesta af töðu að meðaltali á ári af ha. Rannsókn á