Búfræðingurinn - 01.01.1947, Qupperneq 110
BÚFRÆÐINGURINN
108
1929 1025 3013 2543 3,85
1930 1598 4206 2588 3,73
1931 1725 4428 2634 3,70
1932 1988 5088 2682 3,69
1933 2128 5518 2668 3,71
1944 2199 6137 2594 3,76
1935 2265 6131 2586 3,69
1936 2301 6958 2611 3,70
1937 2264 6767 2697 3,71
1938 2341 7626 2585 3.70
1939 2284 7961 2700 3,72
1940 2238 7389 2705 3.72
1941 2004 6919 2807 3,71
1942 1964 6856 2833 3,89
1943 1756 6100 2909 3,84
1944 1613 5937 2977 3,84
1945 1427 5129 3016 3,74
Skýrslan sýnir: 1. Fyrstu 25 árin, sem félögin starfa, eða allt til
1928, er þátttaka bændanna í félögunum tillölulega lítil. 2. Meðalnyt
kúnna vex lítið. 3. Fitumagnið í mjólkinni hækkar sama og ekkert.
4. Eftir 1928 vex þátttaka bændanna í félögunum ört, meðalnythæðin
eykst nú árlega, og fitumagnið þokast upp á við. 5. Þátttaka bændanna
er mest árið 1938. Þá eru um 2340 bændur í félögunum. 6. Innan fé-
Iaganna eru kýrnar flestar 1939, þá tæpar 8000 kýr. 7. Þátttaka bænd-
anna fer allört minnkandi eftir 1940, og kúnum innan félaganna fækkar
einnig nokkuð frá sama tíma, — þó ekki í hlutfalli við bændurna.
8. Árið 1945 eru 1427 bændur í félögunum. Þeir eiga 5129 fullgildar
kýr, sem eru taldar mjólka 3016 kg að meðaltali og hafa 3,74% fitu
í mjólkinni.
IV
Tilgangur nautgriparæktarfélaganna hefur frá upphafi verið sá að
kynbæta mjólkurkýrnar með úrvali eftir ætt og afurða- og fóðurskýrsl-
um, — enn fremui að bæta fóðrun kúnna, þ. e. rækta nautgripina.
Starfræksla þeirra byggist fyrst og fremst og nær eingöngu á vilja,
samvizkusemi og nákvæmni bændanna í skýrsluhaldi um afurðir, fóð-
ur og ætterni nautgripanna. Að vísu höfðu félögin svokallaða eftirlits-
menn, sem höfðu með liöndum fitumælingar og uppgjör og útreikn-
inga skýrslnanna (kúabókanna). En þeir urðu að taka við kúabókun-
um (skýrslunum) frá bændunum og gera þær upp, hvernig sem þær