Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 124
122
BÚFRÆÐINGURINN
hánijólka. Þar á meðal var svarthúfótt kýr, sem hét Freyja. Hún hafði
eitt árið mjólkað um 6 þúsund kg. Undan henni voru nokkrar kýr í
fjósinu mjög góðar. Af þeim 10 kúm, sem keyptar voru hingað haust-
ið 1937, mátti búast við, að 5 væru góðar og 5 tæpast í meðallagi.
Þannig reyndust þær líka síðar.
Vorið 1938 var kúabú þetta selt, og voru þá allir gripirnir keyptir
hingað að undanskildum tveimur kúm. Voru það 18 kýr alls og 10
kálfar, vetrungar og kvígur. Þar á meðal var áðurnefnd Freyja, þá
orðin mjög gömul. Hún lifði hér þó í nærri þrjú ár og mjólkaði alltaf
mikið. Dætur hennar hafa einnig reynzt mjög vel.
Árið 1939 voru eftir af gamla Hvanneyrar-stofninum 23 fulhnjólka
kýr. Þær mjólkuðu það ár að meðaltali 2404 kg með 3,78% fitu. Sama
ár voru 20 fullmjólka kýr, sem höfðu verið keyptar úr Briems fjósi og
mjólkuðu að meðaltali 2973 kg með 3,60% fitu.
Freyja 130 úr Briems fjósi mjólkaði árið 1939 3704 kg með 3,9%
fitu, 1940 3311 kg með 3,6% fitu.
Hinn 3. marz 1941 var Freyju slátrað, þá a. m. k. 18 ára að aldri.
Má því segja, að hún hafi enzt óvenjulega vel, svo nythá sem hún var.
Dætur Freyju 130 eru taldar hér á eftir:
Perla 116 mjólkaði: Sonja 127 mjólkaði:
Árið 1938 3074 kg 3,8 % fita Árið 1939 3578 kg 3,65 % fita
— 1939 2857 — 3,9 — 1940 3345 — 3,33
— 1940 2973 — 3,8 — 1941 3653 — 3,48
— 1941 2366 — 3,3 — 1942 4049 — 3,70
— 1942 3162 — 3,9 — 1943 4921 — 3,30
— 1943 2604 — 4,3 — 1944 3123 — 4,70
— 1944 3336 — 3,54 — 1945 3249 — 3,72
— 1945 2840 — 3,5 — 1946 3480 — ?
Sonja 127 er nú orðin a. m. k. 13 ára gömul. Undan Sonju 127 og
ísbirni er Elín 169 , f. 17. des. 1939. Ilún hefur mjólkað eins og hér
fer á eftir:
Árið 1942 3344 kg 3,2% fita
— 1943 3108 — 3,5% —
— 1944 3415 — 3,5% —
— 1945 4662 — 3,4% —
1946 3784 — ?
Meðal annars til að sýna ættartöflu með skýrslum um afurðir skal
hér sýnd ættartala Klukku 111, undan Ilauð: