Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 172
170
BÚFRÆÐINGURINN
það muni vera erfitt að skipuleggja aðra aðalatvinnugrein okkar, eink-
um vegna þess, að þeir, sem þar eiga mestan hlut að máli, mega ekki
heyra það nefnt, margir hverjir. En er ekki einmitt nú tækifæri fyrir
okkur að breyta til og skipuleggja framleiðsluna, þegar fjárpestin strá-
fellir féð og niðurskurður er hafinn. Ef til vill væri hugsanlegt að fram-
leiða á Suðurlandi og jafnvel í Borgarfirði mjólk fyrir Reykjavík og
aðra kaupstaði og þorp sunnanlands, en aðallega dilkakjöt fyrir
norðan.“
Sigurður Lárusson, Gilsá í Breiðdal í S.-Múlasýslu, skrifar:
„Eg álít, að það sé eitt af stærstu málum bænda og allra, er að land-
búnaði starfa, að koma föstu skipulagi á framleiðslu allra landbúnaðar-
afurða. Að þessu þarf að vinda hráðan bug af tveimur ástæðum: í
fyrsta lagi eru nú að koma til framkvæmda ýmis lög, sem ég tel, að
marka muni tímamót í jarðrækt og búnaðarframkvæmdum hér á landi.
Mætti þar til nefna lög um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í
sveitum og lög um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir. í öðru lagi
er það mikið hagsmunamál fyrir alla, er að landbúnaði starfa, að
verkaskipting sé sem hagfelldust fyrir afkomu heildarinnar. Við skipu-
lagningu framleiðslunnar þarf þó að gæta þess, að víðsýni og þekking
ráði meiru en þröngsýn sjónarmið einstakra byggðarlaga eða ein-
staklinga.
Ég sendi hér smámynd af tveiinur hrútum, sem við bræðurnir eig-
um. Þeir voru á hrútasýningu hér í hreppnum í haust (1946) og fengu
1. verðlaun og mikið hrós. Þeir heita Kópur og Selur, og eru þeir
báðir tveggja vetra gamlir. Kópur vó í haust 106 kg, en Selur 103 kg.“
Sigurður Loftsson, Saltvík á Kjalarnesi, skrifar:
„A sérstaka opinbera íhlutun um skipulagningu framleiðslunnar trúi
ég ekki, að minnsta kosti ekki fyrr en séð er, að hún færist ekki smátt
og smátt í æskilegt horf án sérstakra þvingunarráðstafana.“
Þráinn Bjarnason, Böðvarsholti í Snœjellsnessýslu, skrifar:
„Héðan úr Staðarsveit hefur verið seld mjólk tvö undanfarin sumur
til Borgarness. Um 18 bændur hafa sent mjók meira og minna, um 20
—100 kg í ferð. Flutningsgjald var fyrra sumarið 15 aurar á kg, en
sumarið 1946 var það 18 aurar. Flestir bændur eru sammála um, að