Saga - 1960, Qupperneq 71
SAMHENGI MEÐ VELDAMYNDUN Á 12. ÖLD
63
höfðingjar þar gátu borið ægishjálm yfir Noregi vestan
fjalls, er þeir beittu sér. Ótalin eru tvö nyrztu fylki
Gulaþingslaga: Firðafylki og Sogn, og hafa menn 963
varla vænzt meira fjölbýlis í Austfirðingafjórðungi en
var í hvoru því fylki um sig. Það er deginum ljósara, að
norsk vitund um það, hvað væri hæfileg fylkisstærð
(elcki þrænzk né upplenzk), er eðlilegasta undirrótin að
íslenzkri fjórðungaskiptingu.
Því hlaut þá að fylgja, að eðlileg leiðarlengd bænda tii
fylkisþinga ýmissa í Noregi vestan fjalls þætti eðlileg
með ströndum íslands. Þess vegna hlutu elztu þing á
íslandi að vera ætluð landshlutum, en ekki þröngum
byggðarlögum. Svo reynist einnig í heimildum.11
Kjalamesþing héldu niðjar Ingólfs og höfðingjar þeir,
er að því hurfu (íslb.) enda er vitað um vígsmál austan
úr Hreppum, sem þar var dæmt. Þingið hefur víst ekki
verið lokað neinum landsmönnum, sem vildu leita þar
réttar síns, enda varð það vísir til alþingis, en í fram-
kvæmd mun það hafa nálgazt hlutverk það, sem Þórður
gellir ætlaði síðar fjórðungsþingum. í héraði Þórðar
hafði Þórsnesþing lengi verið uppi, áður en hann lögleiddi
þar fjórðungsþingstað. Að því er þann stað varðar,
hefur lögleiðingin 963 víst verið staðfesting áður mynd-
aðrar hefðar, e. t. v. frá dögum Þórólfs Mostrarskeggs,
eins og ráða má af Eyrbyggju. Fram yfir 964 verður
engra sóknarþinga vart á Vestfjörðum,, en það ár er Gísli
Súrsson sekur ger í Þórsnesi, eins og það þing væri
næsta þing við Dýrafjörð. Og Landnáma fræðir um
annað Vestfjarðavíg, eldra, sem sótt hefur verið í Þórs-
nesi.2) Bendir þetta mjög til, að Þórsnesþing gilti fyrir
Vesturland suður undir Mýrar. Mýramenn hafa engan
lögmætan þingstað átt 962 norðan Hvítár, því að þá voru
94-102A'mennt yIlrllt Um Þlngstaðl 93°-1262 er 1 íslendinga s. Jóns Jóhannessonar, I,
1906 A8b hlnS ISl' ÍOml' 1926' 5—81 14' Síá elnnlg: Bogl Th- Melsted: fslendinga s, II,