Saga - 1960, Page 133
RITFREGNIR
125
en hér hafi fá sverð fundizt í kumlum og sömuleiðis í forndönsk-
um löndum. Hér hafa fundizt 20 sverð, þar af 14 í kumlum, en
greining þeirra sýnir, að þar er um algengustu norskar sverða-
tegundir að ræða. í Danmörku hafa aðeins fundizt 23 sverð, og
verður hlutfallstala sverða meðal haugfjár því miklu hærri á
íslandi en þar. Það, sem skilur milli norsks og íslenzks haugfjár
að dómi Eldjárns, er íburðurinn; íslenzku kumlin eru fátæklegri
en þau norsku. Hann segir, að íslenzk kuml 10. aldar „séu sem
heild líkust norskum kumlum af fátæklegri gerð og mundu ekki
þykja framandleg, ef þau hefðu fundizt í Noregi. Eins eru flest
kuml norrænna manna í Vesturhafslöndum, eindregnast á Skot-
landi, Hjaltlandi og í Orkneyjum. Þótt farið sé um öll Norður-
lönd, finnast ekki þau kuml, sem líkari eru kumlunum í þessum
nýbyggðum en hin norsku“. Enda þótt fáum blöðum sé um það
að fletta, hvar forfeður vorir áttu ætt og óðul, þá öðluðust þeir
„sín sérkenni mjög snemma og eru ekki nákvæm spegilmynd neinn-
ar annarrar þjóðar. Séríslenzk tilbrigði hafa skapazt þegar í upp-
hafi byggðar. Mjög snemma hafa íslendingar orðið sérstök nor-
ræn þjóð“. Þannig hljóða lokaniðurstöður Eldjárns af rannsókn-
um hans á íslenzkum fomminjum 10. aldar.
Hér er einkum fjallað um það, sem ritgerðum Barða Guðmunds-
sonar um uppruna íslenzkrar skáldmenntar er áfátt, en þær bein-
ast mjög að því að leiða það rökum, að forfeður vorir hafi verið
til Noregs komnir austan og sunnan að og búið yfir ýmsum menn-
ingarlegum sérkennum, sem greindu þá frá öðrum Norðmönnum.
Þetta er ekki ný kenning, því að hennar gætir þegar hjá Snorra
Sturlusyni, eins og Barði bendir á. í formála Heimskringlu segir
Snorri, að Óðinn mælti „allt í hendingum, svo sem nú er það kveðið,
er skáldskapur heitir. Hann og hofgoðar hans heita Ijóðsmiðir, því
að sú íþrótt hófst af þeim á Norðurlöndum“. Hann telur að Óðinn
hafi verið konungur í borginni Ásgarði við Svartahaf austan Dónár
eða Tanakvíslar. Þaðan tók Óðinn sig upp, er Rómverjar herjuðu,
°g hélt fyrst vestur í Garðaríki, þá suður í Saxland, en að lokum
tók hann sér bústað í Óðinsey á Fjóni, unz hann fór til Svíþjóðar
°S settist að í Sigtúnum við Löginn.
Fræðimönnum hefur löngum þótt frásögn Snorra um komu Óðins
til Norðurlanda hin merkilegasta og talið, að hún hefði ævaforn
og örugg minni að geyma. Um það atriði nægir að vísa til rits
■K-onrads Maurers: Upphaf allsherjarríkis á íslandi og stjórnskip-
unar þess. Snorri var allvíðförull, gisti m. a. Svíþjóð, og hefur
vervetna aflað sér fróðleiks og þekkingar, en heimildir sínar veg-
hann og metur af víðfrægri dómgreind og skarpskyggni. Maurer
emr, að Snorri hafi Óðinssagnirnar úr fornum kvæðum, en hann