Saga


Saga - 1960, Side 134

Saga - 1960, Side 134
126 RITFREGNIR dragi þær fram af því, að þær hafi að geyma minni um stjórnar- hætti, sem síðar tóku gildi á íslandi. Það er því engin nýjung hjá Barða að leita fyrirmynda íslenzkrar stjórnskipunar fomrar í ríki Óðins austur í Svíþjóð, hins vegar eru nýjar kenningar hans fólgnar í því að tengja Óðinssögur Snorra frásögnum grískra og rómverskra sagnaritara um germanska farandþjóð, sem þeir nefna Herúla. Á þjóðflutningatímunum tók þessi þjóðflokkur sig upp við Svartahaf og fluttist að lokum að nokkru til Norðurlanda á 6. öld, en síðan höfum við engar sagnir af honum. Það er eftir- tektarvert, að í engilsaxneskum, frankverskum og norrænum sögnum er aldrei minnzt á Herúla, og frásagnir grískra og róm- verskra sagnamanna um þá eru svo fátæklegar, að af þeim getum við litlar ályktanir dregið um það, hvaða menningarsérkenni þeir hafi einkum borið með sér til Norðurlanda; þeim hefur verið eignuð rúnalistin o. fl., en allt er það á huldu. Öruggt má telja, að Herúlar hafa ekki borið sama nafn meðal suðrænna og vestrænna þjóða, en að svo komnu er tómt mál að tala um það, hvert verið hefur hið vestræna nafn þeirra; sumir telja þá sama þjóðflokk og Norður- Svaba eða Jóta, en aðrir benda á, að latneska heitið Heruli sé hið sama og engilsaxneska orðið Erolas og íslenzka heitið jarl. Præðimenn hafa einnig haldið því fram, að Skjöldungar, dönsk konungsætt, hafi verið Herúlakyns, og þótzt sanna, að Hrólfur kraki sé tilgreindur í sögu Herúla. Barði bendir á, að Herúlar séu manna líklegastir til þess að hafa varðveitt forn kvæði, sem geymdu þau sagnaminni, er varðveitt eru í Eddu og Fornaldarsögum og fjalla um hetjur þjóðflutningatímans. Með fólki af þeim kynþætti séu sagnirnar og skáldskapurinn til íslands kominn. Þessi þáttur í kenningunni er talsvert sannfærandi, en þess ber að gæta, að Her- úlar eru aðeins eitt fjölmargra germanskra þjóðabrota, sem bárust til Norðurlanda á þjóðflutningatímunum sunnan og austan úr álfu, og það verður sennilega erfitt að sanna, hvaða menningaráhrif hver þeirra flutti með sér. Einnig hafa Herúlar blandað geði og siðum við aðrar kynkvíslir Norðurlanda þau 300 ár sem líða frá komu þeirra þangað og til landnámsaldar. „En gamla íslenzka höfðingjastéttin, sem hafði menningarfor- ystuna á hendi, var ekki bara runnin frá Herúlum", segir Barði. „Þjóðstofn þessi hefur blandazt Dönum“. Fornar heimildir benda til þess, að Danir hafi stofnað smáriki við strendur Noregs, um Vestfold, Agðir og víðar snemma á 9. öld. Þegar Haraldur hár- fagri, sem var a. n. 1. sænskrar ættar, braut undir sig Noreg, naut hann fylgis innlendra manna, sem neyttu aukins valds konungs til þess stökkva hálferlendum vikingum, Hálfdönum, úr landi, en þeir hrukku í ýmsar áttir, m. a. til íslands. Þessi röksemdafærsla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.