Saga - 2001, Blaðsíða 10
8
INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR
Hugtakið þjóð og allt sem þjóðlegt er hefur yfir sér blæ hins irtn-
lenda, upphaflega, ósnortna og náttúrulega. Þjóðtungur, þjóð-
menning og þjóðarsaga voru talin vera afsprengi sérstakra nátt-
úruskilyrða. En þrátt fyrir innlent og upprunalegt yfirbragð er
þjóðernisstefnan, og það sem kallast þjóð og þjóðlegir hættir, í
senn alþjóðlegt og nútímalegt fyrirbæri. íslenska þjóðin (ekki frek-
ar en aðrar þjóðir) var ekki líffræðileg, áþreifanleg eining, heldur
var hún „ímynduð", ásköpuð með pólitísku og menningarpóli-
tísku átaki.3 Frá lokum 18. aldar fór fram róttæk afbygging
(deconstruction) og um leið endurbygging (reconstruction) og
endurskilgreining á helstu einkennum íslensku þjóðarinnar og
hvað fólst í því að vera sannur íslendingur.
í orðræðu hirtnar alþjóðlegu þjóðemisstefnu fólust ákveðnar
hugmyndir um eiginleika, einkenni og hætti hins þjóðlega, nú-
tímalega samfélags og þegna þess. Það var ekki sama hvaða mynd
hið „þjóðlega" tók á sig, hið þjóðlega varð að falla að hinum nú-
tímalega, alþjóðlega staðli. Takmark íslenskra þjóðfrelsissinna var
að gera ísland að nútímalegu þjóðfélagi, sem væri sambærilegt
við og stæði í hvívetna jafnfætis öðrum vestrænum þjóðum.
Frá lokum 18. aldar hófst mikið átak í þjóðarsköpun og þjóðar-
uppeldi sem náði til margra þátta og tók á sig ýmsar myndir.
Einna þekktasta dæmið í þjóðaruppeldinu var hreintungustefnan.
Það vildi svo vel til, að fyrir sögulega tilviljun hafði íslensk tunga
lítið breyst í aldanna rás, og hreinleiki íslenskrar tungu var ein
aðal kjölfestan í orðræðu þjóðfrelsisbaráttunar. En íslenskan var
samt hvorki „hreint" né heilsteypt tungumál, því íslendingar,
einkum menntamenn og embættismenn, höfðu tileinkað sér mörg
dönsk orð og orðatiltæki. Islenskir þjóðfrelsismenn gerðu gagn-
gert átak til að hreinsa dönsk orð úr tungunni, stafsetning var
samræmd og færð til nútímalegs horfs og framburður íslenskunn-
ar var samræmdur.4 Mikil áhersla var lögð á íslenskukennslu í
skólum, einkum og sér í lagi í framhaldsskólum landsins, og til
3 Sjá Benedict Anderson, Imagined Communities.
4 Sigurður L. Jónasson, „Um rétt íslenzkrar tungu", bls.75. - Jón Sigurðsson,
„íslenzk tunga", bls. 128-34. - Jón Guðmundsson, „Um Mál Vort íslend-
inga", bls. 69-85, bls. 54-63.