Saga - 2001, Blaðsíða 211
GUNNAR SVEINSSON
209
sveið, að hætt var við kvæðaútgáfuna, þótt hann hefði fá orð um.
A árunum um og eftir 1960 var Gunnar einn aðalritdómari
Skírnis. Síðustu árin voru viðfangsefni hans einkum sögur
Warrna, sem áttu sérstæðan feril, svo sem Seyðfirðingsins og
fræðimannsins Sigmundar Matthíassonar Long og Kristjáns Jóns-
s°nar „Grímseyjarfara", sem Þingeyingar kölluðu svo, því að
hann hraktist með báti til Grímseyjar og kom heim í þann
mund, sem eignir hans skyldu skrifaðar upp, en Kristján hafði
þá verið talinn af.
Alúð Gunnars og nákvæmni við útgáfur var við brugðið, og
flestum var hann glöggskyggnari við að ráða fram úr torlesnum
0rðum, og snyrtimennska við frágang skjala var einstök. Hann
bafði mjög góða þekkingu á elztu skjalasöfnunum í Þjóðskjala-
Safni, og sú þekking Gurtnars og hugkvæmni hans kom oft í góð-
ar þarfir, ekki sízt við uppsetningu á sýningum safnsins. Þar var
hann jafnan fyrstur nefndur til starfa.
Gunnar var afar dulur og hlédrægur, naut sín bezt í fámenni,
emkum í vinahópi. Þá birtist skopskyn hans og glettni, og reyndar
8at hann verið stríðinn. Hann var laus við að ota sínum tota eða
8era á hlut annarra viljandi, en væri honum gert á móti, var það
8eymt, en ekki gleymt. Gunnar var ágætlega ritfær og vel hag-
mæltur, og þar kom ekki sízt fram næmi hans á hið skoplega.
°mistargáfur hafði hann góðar, var mikill jazzunnandi og gat
sPilað á ýmis hljóðfæri, en þá hæfileika bar hann ekki á torg.
Ekki löngu eftir að Gunnar hætti í föstu starfi, lét á sér kræla
°ðsjúkdómur, sem læknavísindin kunnu enga bót á, en gátu
a|dið í skefjum fram á síðasta árið, sem hann lifði. Brást þá von
Peirra, sem Gunnar þekktu, að hann yrði nær allra karla elztur og
Pekkingar hans, reynslu og notalegrar návistar nyti sem lengst.
Björk Ingimundardóttir
14~saga