Saga - 2001, Blaðsíða 200
198
HERMANN PÁLSSON
efast um hugarþel garps, þegar þeir sjá tólf manna hóp á ferli, „og
einn í bláum kyrtli og hefir snaghymda öxi í hendi."56
Sú mikla áhersla sem lögð er á búnað feigra manna kann að eiga
sér djúpar rætur í fomeskju heiðins siðar. í lengri gerð Gísla sögu
fylgir merkileg fróðleiksgrein lýsingunni á útför Vésteins, þegar
Þorgrímur goði bindur honum helskó: „er það því mælt að mað-
ur þyki til heljar búast, sá er sig klæðir mjög, er hann gengur út,
eða klæðir sig lengi."
Hetjuskapur57
í Rómverja sögu hljóðar spakmæli á þessa lund: Það er hinn mesti
mannkostur að kunna að deyja.5s Sama rit hermir önnur hreystiorð
sunnan frá Rómi: Sú er hugrekki lofuð mest góðra drengja að það finn-
ist aldrei að þeir hræðist bana sinn og vilji aldregi lengja lífsitt með sví-
virðing, þó að eigi girnist þeir sjálfir að deyja.59 í íslendinga sögu tekst
Sturla á hendur að lýsa ýmsum mönnum, bæði frændum sínum
og öðrum, sem urðu teknir höndum og síðan sviptir lífi eftir
nokkra bið. Sturla segir furðu nákvæmlega frá slíkum aftökum og
fjallar þá af stakri virðingu um þá sem em drepnir, enda virðist
hann hafa verið mikill mannúðarsinni. Samúð með Tuma Sig-
hvatssyni leynir sér hvergi, þegar biskupsmenn hrekja hann: „Þeir
velktu lengi Tuma, því að sumir mæltu hann undan. Gerði honum
þá kalt mjög og ræddi að þeir skyldu eigi kvelja hann, sagði vera
mega að nokkrir mæltu að hann skylfi af hræðslu. Lofuðu margir
hreysti hans og mæltu hann undan."60
56 Sama rit, bls. 244-45. Því bregður víða fyrir að búnaður manns gefi víga-
hug í skyn: „[Glúmur] tók þá feldinn blá og spjótið gullrekna í hönd sér.
Víga-Glúms saga, bls. 27. - [Hrafnkell] „ríður í bláum klæðum. Öxi hafði
hann í hendi og ekki fleira vopna." Hrafnkels saga Freysgoða, bls. 104.
57 Guðrún Nordal fjallar rækilega um líflát í íslendinga sögu og skýrir þ°
ýmis atvik öðruvísi en hér í greininni „,Eitt sinn skal hver deyja'. Dráp °S
dauðalýsingar í íslendinga sögu", Skírnir vor (1989), bls. 72-94.
58 Rómverja saga, bls 130. Spakmælið er þýðing á setningu frá Lucanusi: Scire
mori sors prima viris. Pharsalia IX, 211.
59 Sama rit, bls. 113
60 íslendinga saga, bls. 288. Tumi óttast ekki dauðann, en hann er smeykur
um að biskupsmenn haldi að hann sé hræddur, þótt hann skjálfi raunar a