Saga - 2001, Blaðsíða 91
UNGBARNA- OG BARNADAUÐI Á ÍSLANDI1771-1950 89
gerðist víða í grannlöndum - heldur bárust hingað öðru hverju frá
útlöndum, með misjafnlega löngu millibili, og ollu þá einatt geysi-
miklum usla.84 Að undanskilinni skarlatssótt, sem gekk hér að
öllum líkindum 1797-98, var fyrra lágskeiðið alveg laust við þess-
ar bamasóttir.85 Nokkum þátt í því hafa sennilega átt stopular eða
tregar skipakomur upp úr aldamótunum 1800.86
Frá miðjum þriðja áratug 19. aldar að telja hófst mikið sóttaskeið
sem stóð fram eftir fimmta áratugnum. Skæðustu sóttarárin voru
hér 1826 (kíghósti), 1827 (skarlatssótt) og 1843 (inflúensa og fleiri
sjúkdómar), að ógleymdum hinum skelfilegu mislingum árið
1846.87 Á þessu skeiði voru kíghósti og mislingar ólíkt skeinuhætt-
ari ungbörnum en smábömum, en þetta breyttist allnokkuð í sótt-
urium sem gengu á síðari helmingi aldannnar jafnframt því sem
úr dánartíðni dró af völdum þeirra.88 Mislingamir 1882 sem gerðu
mikinn usla marka síðustu stóru uppsveifluna á ferli barnadauð-
^ns. Þá má ætla að þessi sami níundi áratugur hafi verið síðasta
skeið þessarar sögu þegar harðindi af náttúrunnar völdum gerð-
ust verulega skeinuhætt lífi ungra bama sem voru sjúk fyrir.89 Eft-
ú aldamótin 1900 dró mjög úr krafti (virulence) þessara smitsótta
sem bitnuðu harðast á bömum: stórar sveiflur í dánartíðni bama
hurfu þar með að miklu leyti úr sögunni.90
Að svo miklu leyti sem ráða má kraft hirtna helstu barnasmit-
sótta hverju sinni af dánartíðninni sem af þeim hlýst, virðist Is-
land á síðari hluta 19. aldar hafa verið orðið nátengt bakteríu- og
veiruumhverfi norðvestanverðrar Evrópu. Rétt eins og á íslandi
Á þennan sérkennilega gang margra bamasjúkdóma hérlendis benti ernna
fyrst Steingrímur Matthíasson, „Bamadauði", bls. 84-85.
85 Sjá Schleisner, Island undersögt, bls. 62-69. - Sigurjón Jónsson, Sóttarfar og
sjúkdómar, bls. 58-60. - Guðmundur Bjömsson, „Manndauði á íslandi",
bls. 51-56.
86 Sjá Hagskinnu, bls. 566-57.
87 Schleisner, Island undersögt, bls. 50-54 og 62-66.
88 Sjá Steingrím Matthíasson, „Bamadauði", bls. 84.
89 Sjá Skýrslur um heilbrigði manna á íslandi árin 1881-1890, bls. 6-8 og 17-22.
90 Mislingasóttin 1907-1908 var þannig fremur væg í samanburði við sóttina
1882, en sum hémð beittu sóttvömum með góðum árangri; kíghósti sem
gekk 1908 var vægur, sjá Guðmund Bjömsson, Skýrslur um heilsufar, bls.
4-6.