Saga - 2001, Blaðsíða 127
ENDURSKOÐUN FRÍHÖNDLUNARLAGANNA
125
lestagjald er siglt var beint til utanríkislanda frá íslandi, úr því að
engin tollþjónusta var þar.30
Eins og fyrr segir var þessi tollur gefinn eftir vegna söluerfið-
leika á íslenskum fiski á Spáni og víðar í Suður-Evrópu, sem stöf-
uðu sumpart af samkeppni annarra fiskveiðiþjóða og sumpart af
verndartollum. Átti hið síðarnefnda einkum við um Spán, því að
Eáir tollar voru t.d. lagðir þar á fisk sem fluttur var þangað á er-
lendurn skipum, þ.e. öðrum en spænskum. En þar voru einmitt
lungmikilvægustu markaðirnir fyrir íslenskan saltfisk svo sem í
Bilbao og Barcelona. Nefndin áleit þó að kaupmenn mættu vel við
því að greiða útflutningstollinn ef hann yrði lækkaður samkvæmt
tillögum hennar og Rentukammerinu jafnframt heimilað að fella
niður eða endurgreiða eftir atvikum tilsvarandi hluta hans þegar
seldur vörufarmur erlendis reyndist minni en lestafjöldi hlutað-
eigandi skips. Kaupmenn þyrftu hvort sem væri að borga hlið-
slæðan transittoll af íslenskum vörum sem þeir sendu áfram til ut-
anríkislanda frá Danmörku eða hertogadæmunum.
Annars taldi nefndin nauðsynlegt að reynt yrði að semja við
spaensk stjómvöld um viðunandi lækkrrn tolla á íslenskum fiski.
að var hins vegar þrautin þyngri meðan kaupsiglingar að og frá
s andi voru nær alveg einskorðaðar við þegna Danakonungs og
skip þeirra.31
Styrkir og verðlaun
jafnframt því að tollfrelsi íslensku verslimarinnar yrði framlengt
agði nefndin til að ákveðin útgjöld ríkisins sem tengdust henni
yrðu sum hver lækkuð og síðan felld niður í áföngum en önnur af-
0 Bjami Þorsteinsson, „Dagbók", bls. 193 og 201 (20. desember 1834 og 6.
mars 1835). - RA. Rtk. 2411, 132. Álitsgerð verslunamefndar, bls. 15-16,
75-82. - Anders Monrad Moller, „Skibsmálingen i Danmark 1632 til 1867",
bls. 16-45. - Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 679-83.
kh. Rtk; 2411,132. Álitsgerð verslunamefndar, bls. 82-89. - Lovsamling for
Mand X, bls. 831; XI, bls. 181-83; XIII, bls. 309-13. - Rtk. til General-
tollkammers 19. júlí 1845 (um fisksölumál í Hollandi, Frakklandi og á
Spáni og fyrirkomulag íslensku verslimarinnar). - Sigfús Haukur Andrés-
s°n, „Tilskipun um aukið verslunarfrelsi", bls. 123-30. - Valdimar Unnar
valdimarsson og Halldór Bjamason, Saltfiskur í sögu þjóðar I, bls. 16-72.