Saga - 2001, Blaðsíða 243
RITFREGNIR
241
a.m.k. 14. öld (Fornbréfasafn II, bls. 532-33): „Klerkum öllum er fastlega
fyrir boðið undir banns pínu í nokkrum dómum sitja, bréf eður dóma rita,
eður í nokkrum ráðum eða samþykki[r] vera um Kflát eður lima manna".
Kirkjunnar menn úrskurðuðu um andleg mál, en hegningar hennar
voru aldrei alvarlegri en bannfæring. Ólína kýs hins vegar að túlka það
sem „hræsnisfulla framgöngu" kirkjunnar (bls. 31), að klerkar hafi úr-
skurðað í klerklegum dómum og afhent hina seku veraldlegum yfirvöld-
um (ranglega kölluð „dómsvald", bls. 31) til refsinga. Það má vel vera að
þarna sé hræsni á ferð, en það gerir „kirkjuna" ekki að sökudólgi. Þetta
atti heldur ekki við í siðaskiptaríkjunum, þar sem skipting valdsins var
ekki lengur fyrir hendi og klerkar voru embættismenn konungs. Fróð-
fegra hefði verið að leita skýringa á fyrirkomulaginu og t.d. leita skilnings
a afstöðu kirkjudeildanna til þessara mála. Furðulega gamaldags viðhorf
kemur einnig fram í því að engir vamaglar eru slegnir um þær kenning-
ar að „ágimd kirkjunnar" (bls. 32-33) skýri galdraofsóknir, þótt rannsókn-
lr frá ýmsum löndum hafi farið langt með að sanna að þetta stenst ekki
(Scarre, Wichcraft and Magic, bls 35).
Brennuöldin á það sameiginlegt með ritum Más Jónsson (Blóðskömm á ís-
hndi 1270-1870) og Ingu Huldar Hákonardóttur (Fjarri hlýju hjónasængur.
^ðruvísi íslandssaga) að rannsaka refsivert athæfi sem heyrði undir
kirkjulega dómstóla fyrir siðaskipti. Rit Más og Ingu Huldar fjölluðu um
Stóradóm, sem tók yfir þau mál sem höfðu talist til stórskriftamála á
Slðkaþólskum tíma. Það vom alvarleg siðferðisbrot sem heyrðu imdir
biskup, en vom frá miðri 14. öld leyst í penitenciarium, en það var eins
k°nar skrifstofa með fulltrúa biskups (Fornbréfasafn II, bls. 754). Brennuöld-
ln fjallar á hinn bóginn um málaflokk sem páfi hafði einn dómsvald yfir í
^aþólsku og laut nokkuð sérstökum lögmálum. Það var sá málaflokkur
Sorn breyttist mest við siðaskipti, vegna þess að hann sneri að brotum
Segn kirkjunni sem stofnun, sem lútherska kirkjan gat ekki tekið upp, af
skiljanlegum ástæðum.
En villutrú hafði alltaf sérstöðu innan kristninnar. Ólína bendir á að af-
shiða kirkjunnar til galdurs hafi breyst á hámiðöldum og segir að hugtak-
^ hafi að lokum orðið samheiti við villutrú. Þessi tengsl koma fyrst fram
1 lslenskum skjölum í skipan Áma erkibiskups frá árinu 1346. Þar segir:
"Geymi[ð] yður fyrir rúnum, göldmm og gemingum, lyfjum, hindurvitni
°8 öllum átrúnaði þeim sem heilög kirkja kennir yður eigi og hennar for-
^enn og þjónustu menn. Hver sem öðmvísi gerir, þá er hann sem villu-
J11aður f guðs banni" (Fornbréfasafn II, bls. 843. Stafsetning færð til nútíma-
^amkvæmt orðabók Fritzners er orðið lyf hér vísast notað um lyf þau
Sern konur gera. En samkvæmt kanónískum rétti er það villa þegar skírð-
/p ^'e' kristinn) maður lætur það sem rangt er líta út fyrir að vera rétt
ar>- 1325, útg. frá 1983). Galdur var þannig villa, en þarmeð var ekki
16~sAGa