Saga - 2001, Blaðsíða 253
RITFREGNIR
251
við Grím Thomsen og Guðbrand Vigfússon, ritstýrt greinasafni um við-
tökur íslenskra fornbókmennta og sent frá sér bók um ævi og störf
Þorleifs Repps en hann fékkst við kennslu og fræðistörf í Bretlandi og
Danmörku á fyrri hluta nítjándu aldar.
Wawn dregur mikið af þessum rannsóknum sínum saman í The Vikings
and the Victorians en hann bætir jafnframt nýju efni við, fyllir í eyður og
fellir saman í eina læsilega heild. Verkið er mikið að vöxtum og með ó-
h'kindum hve víða höfundur leitar fanga. Auk umfjöllunar um þýðingar
°g fræðibækur beinist rannsóknin meðal annars að ritdómum, skáldsög-
um, ljóðum, leikritum, fyrirlestrum, myndskreytingum, tónlist og síðast
er> ekki síst fjölbreyttu safni persónulegra heimilda úr breskum, íslensk-
um, sænskum og bandarískum skjalasöfnum. Bréfasöfn þeirra Eiríks
hlagnússonar og Guðbrands Vigfússonar reynast Wawn einkar gjöfular
heimildir og eiga sinn þátt í því að lesanda finnst að bókarlokum að hann
hafi ekki aðeins kynnst stóru safni útgefinna bóka heldur einnig kjörum
ýmissa þeirra höfunda sem smituðust af víkingavírusnum á þessu tíma-
bili.
Wawn fellur með öðrum orðum ekki í þá gryfju að einblína á þekkt-
ustu nöfnin eða vönduðustu útgáfurnar heldur gefur hann víðtæka og
að mörgu leyti nýstárlega sýn á efnið. f bók hans stendur Friðþjófs saga
frækna, sem náði ótrúlegum vinsældum í umsköpun sænska skáldsins
'frgnérs, til að mynda jafnrétthá Njáls sögu en hún kom út í rómaðri þýð-
lngu Dasents árið 1861. Með svipuðum hætti er hinum sérvitra en afkasta-
mikla norrænufræðingi George Stephens skipað í hóp merkustu höfunda
tímabilsins við hlið Williams Morris. Þá er ánægjuleg sú uppreisn æru
Sem Samuel Laing fær í bókinni en Wawn sýnir fram á að þýðing Laings
a Heimskringlu frá 1844 hafi ekki verið síðra tímamótaverk í kynningu á
fornnorrænum bókmenntum í Bretlandi en Njáluþýðing Dasents.
Aðferðarfræði höfundar er fjölbreytt og mótast af viðfangsefnunum
hverju sinni. Wawn leggur meðal annars stund á stílfræði, bragfræði, ævi-
sögulegar rannsóknir, myndlistarrýni og tónlistartúlkun. Þótt mörg verk
Seu til umfjöllunnar gefur hann sér jafnan góðan tíma til að rýna í einstaka
fexta og dregur síðan af þeim almennari ályktanir. í þessu sambandi má
henda á sérlega skemmtilega túlkun hans á kvæði Morris um haug Gunn-
ars a Hlíðarenda, „Gunnar's Howe above the House at Lithend", þar sem
htaskynjun skáldsins skiptir sköpum, ekki síst áhugi þess á fjölmörgum
afbrigðum af gráum lit. Greininguna útfærir Wawn frekar í túlkun á fleiri
"n°rrænum" verkum Morris sem reynast krökkaf ýmsum gráum lita-
Samsetningurn.
Þrátt fyrir aðferðarfræðilegt marglyndi er Wawn ætíð trúr því megin-
niarkmiði bókarinnar að setja víkingavírusinn í menningarsögulegt sam-
hengi. Hann rekur skilmerkilega hvemig tilteknar hugmyndir og stef þró-
ast á tímabilinu og staðsetur verk og höfunda í pólitísku umróti Viktoríu-