Saga - 2001, Blaðsíða 310
308
FRÁ SÖGUFÉLAGI
aðist. Það gerðist hins vegar strax árið 1952, að út komu sýslu- og
sóknalýsingar Vestfjarða í tveimur bindum. Útgefandi var Samband
vestfirskra átthagafélaga, og fyrir útgáfunni stóð Ólafur Lárusson
prófessor. Ekki er mér kunnugt um, hvort eitthvert samband hefur
verið milli Ólafs og Jóns og Pálma.
Eftir þessa útgáfurispu á árunum 1950-54 varð langt hlé, en árið 1968 gaf
Rangæingafélagið í Reykjavík út Sýslu- og sóknalýsingar Rangárvallasýslu
og sá Arni Böðvarsson um þá útgáfu. Snæfellingar gáfu síðan út sína
sýslu árið 1970 og sáu þeir Svavar Sigmundsson og Ólafur Halldórsson
um það. Svavar tók síðan að sér að ganga frá handriti að lýsingum úr
Amessýslu og óskaði eftir því við Bjöm Þorsteinsson, þáverandi forseta
Sögufélags, að félagið gæfi þær út. Var það gert árið 1979 og þótti vel
takast. Varð salan með ágætum fyrir tilstuðlan heimamanna og seldist
bókin fljótlega upp. í framhaldi af þessari útgáfu samdist svo með Sögu-
félagi og Vestur-Skaftfellingum, að félagið tæki þeirra sýslu til útgáfu. Svo
fór, að Austur-Skaftafellssýsla fylgdi með og komu lýsingar beggja sýslu-
hlutanna út árið 1997. Nokkm áður eða 1994 hafði birst á prenti lýsing
Þingeyjarsýslna og var útgefandi bókaútgáfan Gott mál undir forystu
Bjöms Hróarssonar.
Það var árið 1991, sem Austfirðingar settu sig í samband við Sögufélag
og óskuðu eftir samvinnu við félagið um útgáfu á Sýslu- og sóknalýsingum
Múlasýslna. Þeir höfðu þá í nokkur ár (frá 1983) unnið að þessu máli og
fengið Grím Helgason, forstöðumann handritadeildar Landsbókasafns, til
þess að skrifa upp handrit úr norðursýslunni og síðan kom Sigurður Ó.
Pálsson, héraðsskjalavörður á Egilsstöðum, að málinu og skrifaði upp
lýsingar úr suðursýslunni. Árið 1995 vom þeir Finnur N. Karlsson á
Egilsstöðum og Páll Pálsson á Aðalbóli fengnir til þess að leiða útgáfuna
tíl lykta. Þeir skrifuðu upp viðbótarsóknarlýsingar frá 1872-73 og lásu
saman handrit úr norðursýslunni. Loks kom Indriði Gíslason frá Skóg-
argerði að verkinu og las með Finni handrit að suðursýslunni. Svavar
Sigmundsson las einnig yfir handrit úr báðum sýslum og fylgist með
verkinu fyrir hönd Sögufélagsins.
Forsetí lauk máli sínu um sýslu- og sóknarlýsingar með þessum orðum-
Þegar 21. öldin gengur í garð hafa væntanlega allar sýslu- og sókna-
lýsingar Bókmenntafélagsins verið gefnar út að undanteknum Mýra'
og Borgarfjarðarsýslu, Dalasýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu að
hluta til. Dr. Einar Gunnar Pétursson er langt kominn með að ganga
frá handriti að Dalasýslu, og er fullur hugur á því hjá Sögufélagi að
gefa þaer lýsingar út á næsta ári, ef fjárhagsgrundvöllur reynist fyrir
hendi. Þá hefur verið rætt við Björku Ingimundardóttur skjalavörð
um það, að hún taki að sér að ganga frá handriti að Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu og hefur hún tekið vel í það. Svavar Sigmundsson mun
eins og áður hafa umsjón með þessum verkum, og Ömefnastofnun er