Saga - 2001, Blaðsíða 36
34
INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR
þeir hafa náð í söngrænum þroska og menningu. Sögulega séð
er þessi kór sá bezti, sem hér hefur heyrzt".95
Aðeins Danir, hin gamla herraþjóð, tók kórnum fálega.
Kórinn söng í Tívólí.... Aðsókn var sæmileg, en kórnum brá við
móttökumar í Kaupmannahöfn eftir að hafa verið í dýrlegum
fagnaði í Noregi og Stokkhólmi. Blöðin í Kaupmannahöfn
minntust ekki á komuna, formaður Norræna félagsins var ekki
mættur og þegar þeir komu í Tívólí var þeim valinn slæmur
tími til söngsins, kl. 7:30 að kvöldi, er allar verzlanir voru opnar
til klukkan átta. Það vom því nær eingöngu Islendingar búsett-
ir í Höfn, sem sóttu þennan konsert.96
Danir héldu þeim engar veislur, en Sveinn Bjömsson, sem þá var
sendiherra í Kaupmannahöfn, hélt móttöku fyrir kórinn.97
Framkoma Dana heyrði þó til undantekninga, því samkvæmt
lýsingum á öllum öðrum utanlandsferðum kórsins, kom hann, sá
og sigraði hvert sem hann fór og jók hróður sinn og landsins um
Evrópu og Norður-Ameríku.98
Eftir söng Karlakórs Reykjavíkur í Vín árið 1937 skrifaði Gylfi
Þ. Gíslason, sem þá var við nám í Vín, grein í Nýja dagblaðið og
sagði svo frá:
Áheyrendur sýndu það með undirtektum sínum, að þeim líkaði
söngurinn vel. Vínarbúar klappa ekki fyrir kurteisissakir. Líki
þeim illa, láta þeir heyra til fóta sinna eða munna. Finnist þeim
fátt um sitja þeir hljóðir, en líki þeim vel láta þeir það óspart í
ljósi. Og svo var hér. Lófatakið jókst með hverju lagi, unz það
náði hámarki sínu eftir síðasta lagið, Dónárvalsinn. Varð kórinn
að syngja aukalög og var söngstjórinn kallaður fram hvað eftir
annað.99
Karlakór Reykjavíkur var ekki einn um að fara sigurferðir um
heiminn. Karlakórinn Fóstbræður lét ekki sitt eftir liggja, hann fór
til Noregs 1926, í Evrópuför 1954, í aðra Noregsferð 1960 og svo
hélt kórirrn til Finnlands og Sovétríkjanna 1961. Lýsingunum á
þessum ferðum svipar mjög til lýsinga á ferðum Karlakórs
95 Sama heimild, bls. 84.
96 Sama heimild, bls. 87-88.
97 Sama heimild, bls. 87-88.
98 Sama heimild, bls. 88-109,
99 Sama heimild, bls. 89-90.