Saga - 2001, Blaðsíða 245
RITFREGNIR
243
Kamen, The Spanish Inquisition. A Historical Revision, 1997). Rannsóknar-
réttur tíðkaðist heldur ekki í mótmælendalöndunum, eins og virðist gert
ráð fyrir í Brennuöldinni (bls. 195), og þar sem hann var vann hann bein-
línis gegn harkalegum dómum á galdrafólki eftir miðja 16. öld. Kaþólska
kirkjan sem stofmin studdi aldrei líflát af neinu tagi, þótt augljóslega hafi
Pótentátum hennar á ýmsum tímum þótt dauðarefsingar eðlilegar í sam-
ræmi við tíðaranda. Þannig er það varla rétt að hugmyndir kirkjunnar
hafi orðið virkari en hugmyndir veraldlega valdsins, sem fólust í því að
leysa vanda með því að má fólk af yfirborði jarðar.
Það skal tekið fram að þessari gagnrýni er ekki beint sérstaklega að
Brennuöldinni, því hún er skrifað samkvæmt ákveðinni hefð. Bæði er
II'önnum tamt að finna sök hjá þessari margnefndu „kirkju", en stundum
skortir á að heimildir um hana frá síðmiðöldum séu nýttar og ekki er
alltaf ljóst hvaða stofnun er til umræðu. Eða höfðu aðrir aðstandendur
Rrennualdarinnar ekki einhverju við að bæta? Hvað með umfjöllunina um
lagafyrirmæli, þar sem vitnað er í Grágás og Jónsbók og meira að segja
Járnsíðu, sem varla er hægt að telja til gildra íslenskra lögbóka (og fjallaði
e>nvörðungu um veraldleg málefni), en ekki er minnst á Kristinrétt hinn
nýja, sem gilti þó um andleg efni frá 1275 til 1550? Ásamt statútum síð-
m'ðalda hlýtur hann að vera undirstaða sögulegrar umfjöllunar um laga-
lega hlið alls þess sem varðar kirkjuleg málefni síðmiðalda og nýaldar á
s'andi. Hvers vegna eru veraldleg lög notuð til að skilgreina andleg mál?
j umfjöllun um lögin segir höfundur:
Kirkjan fór með dóms- og löggjafarvald í þeim málum sem almennt var
talið [leturbreyting mínj að heyrðu henni til, þar á meðal siðferðismál-
uni, hjúskaparmálum, villutrú, meinsæri og kirkjuránum, allt fram um
siðaskipti. En með lögtöku Jónsbókar var vegið að þessu valdi kirkj-
unnar í siðferðis- og trúmálum, því þar var kveðið á um að konungur
ðæmdi í málum sem fram að því höfðu heyrt kirkjunni til. [...] Með
kirkjuskipan Kristjáns m. Danakonungs [...] 1541 var lagður nýr grtmd-
völlur að verkaskiptingu ríkis og kirkju, og samkvæmt henni áttu bisk-
upar ekki að dæma í veraldlegum málum...(bls. 126-27).
lu rétta er að það var samkvæmt lögum, en ekki almennt talið, að kirkj-
?n kaþólska hafði löggjafar- og dómsvald í andlegum málum frá því 1275.
. nsuók styrkti það fremur en hitt frá 1281, enda voru þau lög samin fyr-
st]órnkerfi með skiptu stjórnvaldi þar sem kirkjan hafði skýlaust lög-
®a*ar' og dómsvald í sínum málum. Þess vegna voru ríki og kirkja alls
eitt fyrr en eftir siðaskipti, öfugt við það sem haldið er fram (bls. 31
& „Andleg mál" voru vel skilgreindur flokkur samkvæmt lögum,
^ mnihélt meðal annars ofantalda málaflokka. Með nýjum lögum
^ttist skilgreiningin og smám saman tóku veraldleg yfirvöld við þess-
rnálum. Klerkar höfðu ekki heldur haft dómsvald í veraldlegum mál-
áður en kirkjuskipan Kristjáns III. tók gildi.