Saga - 2001, Blaðsíða 278
276
RITFREGNIR
borgar sett á laggimar árið 1965, sem reisti 1250 íbúðir fyrir launafólk i
Reykjavík (FB-framkvæmdirnar í Breiðholti), þar af 250 íbúðir fyrir borg-
arsjóð sérstaklega, einkum til útrýmingar á heilsuspillandi húsnæði. I
krafti þessa var Pólunum útrýmt, Höfðaborg eytt, Bjamaborg tæmd og
síðustu bröggunum útrýmt. Ríkisvaldið veitti allt að 90% lán til bygging'
ar á borgarsjóðsíbúðunum, en 80%-lán til byggingar á hinum (þ.e. 1000
eignaríbúðum). Samtals námu þessi lán milljörðum króna, á nútíma verð-
lagi. Þarna kom kraftmikill atbeini ríkisvaldsins loks til sögunnar, seint og
um síðir, í tengslum við aðild þess að samningum verkalýðs og atvinnu-
rekenda. Þessa er ekki getið í bókinni, en FB-framkvæmdirnar vom þó ur-
slitaatriði við útrýmingu á lélegu og heilsuspillandi húsnæði í borginni,
frá og með miðjum sjöunda áratugnum. Og með þeim hurfu herskálarnir
endanlega.
í bókinni kemur fram, að með byggingu herskála í íbúðahverfum (skv-
erl. heimild) hafi Bretar viljað gera Þjóðverjum erfiðara fyrir um árásir a
þá, jafnvel þótt það hafi um leið kallað stórkostlega hættu yfir bæjarbúa.
Þetta gerði bæjarráð Reykjavíkur sér ljóst og ritaði hemum af því tilefni
vorið 1941. Höfundur fer ekki nánar út í þá sálma og er það miður, því að
lítt hefur verið fjallað hérlendis um þessa óhæfu. Það er full þörf á því, að
sagnfræðingar rannsaki til hlítar þetta athæfi Breta og Bandaríkjamanna,
slík ógn, sem bæjarbúum stóð af því, og svo alvarlegar afleiðingar, sem
það hefði getað haft.
Við lestur þessarar bókar kvikna margar hugsanir, sem freistandi vaen
að setja fram. Hér er aðeins rúm til að vekja athygli á því, að hérlendis var
önnur leið farin til lausnar á uppsöfnuðum húsnæðisvanda millistríðsár-
anna og þeim, sem myndaðist við stórfellda flutninga til Reykjavíkur, en
í hinum stríðshrjáðu löndum Evrópu. í Noregi, svo að dæmi sé tekið,
eyðilögðust um 22 þúsund íbúðir í styrjöldinni. Þar brugðust stjómvöld
við með því að setja Húsbanka norska ríkisins á laggimar árið 1946, sem
þá þegar og alla tíð síðan hefur verið í fararbroddi við uppbygging11 a
íbúðarhúsnæði í landinu. í sumum öðrum Evrópulöndum varð eyðilegg
ingin miklu meiri, en einnig þar brugðust menn við með því að hefja stor-
felldar framkvæmdir við byggingu á vönduðum íbúðum til frambúðar
nota. Þar var skortur á öllu til alls, en hér höfðu menn lifað gósentíð og
höfðu fullar hendur fjár, altént um nokkurra ára bil. Hvers vegna var þa
miklum fjölda bæjarbúa vísað á lélega herskála til að búa í, árum og ara
tugum saman? Hvers vegna var lakasti kosturinn valinn? Hví var ekki
stórhuga stefna mörkuð og horft til framtíðar? Ekki vantaði viljann hja
borgarstjóm eða bæjarbúum, það kemur glöggt fram í bókinni Undir baru
járnsboga. Annað mál er hvort hann hafi verið fyrir hendi hjá ríkisstjórn og
Alþingi. Ekki verður betur séð en ríkisvaldið hafi lengst
skilning á vandanum, og getu og vilja til að móta stefnu og
fyrir því að sigrast mætti á honum, með skipulegum hætti, í
af skort baso*
skapa skilyrði
samvinnu við