Saga - 2001, Blaðsíða 305
RITFREGNIR
303
Jón Viðar Sigurðsson: NORSK HISTORIE 800-1300.
FRÁ H0VDINGMAKT TIL KONGE- OG KYRKJE-
MAKT. Det Norske Samlaget. Oslo 1999. 244 bls. Skrár.
Ekki þarf að fjölyrða um, hve mönnum hafa verið mislagðar hendur hér
á landi við að koma út ítarlegum yfirlitsritum um sögu lands og þjóðar.
Nægir í því sambandi að minna á Sögu íslendinga, sem dagaði uppi á
sínum tíma, og Sögu íslands, en ekki sér fyrir endann á útgáfu hennar, þótt
senn halli í 30 ár frá útkomu fyrsta bindisins. f þessu ljósi mega frændur
okkar Norðmenn kallast öfundsverðir, hvað þetta varðar; nánast má
segja að á nýliðinni öld hafi hver kynslóð norskra sagnfræðinga skilað af
sér slíku verki í hendur fræðimanna, stúdenta og almennings, og það
framtak loks kórónað með tveimur verkum nú í aldarlokin.
Det norskefolks liv og historie (I—XI, 1929-38) varð frægt á sinni tíð og eru
ýmis bindi þess nánast klassísk í norskri sagnaritun. Aðalritstjóri þess
verks var Edvard Bull eldri. Á árunum 1976-79 kom út Norges historie í
fimmtán bindum undir ritstjórn Knuts Myklands. Það var einkar vel
heppnað verk á sinni tíð, enda hlaut það miklar vinsældir lærðra sem
leikra. Á síðasta áratug kom svo út Aschehougs Norges historie (I-XII,
1994-98) og nú hefur Det Norske Samlaget gefið út sína Noregssögu á
nýnorsku. Hér er annars vegar um að ræða endurskoðaða útgáfu á
bókum eftir Tore Pryser, Jostein Nerbovik og Berge Furre um tímabilið
frá 1814 til dagsins í dag, en hins vegar þrjár nýjar bækur, þar sem
fjallað er um tímabilið frá 800-1814. Ástæðan til þess að undirritaður
stingur niður penna af þessu tilefni er sú, að einn nýju höfundanna er
íslenskur sagnfræðingur, Jón Viðar Sigurðsson. Það gerist ekki á hverjum
degi, að íslendingur fái það verkefni að semja yfirlit yfir veigamikinn þátt
í sögu annarrar þjóðar (a.m.k. er orðið langt um liðið síðan það gerðist
síðast í tilfelli Noregs) og því sérstakt tilefni til að óska Jóni Viðari til
hamingju með það verk, sem hér liggur fyrir. Jón Viðar hefur verið
kennari í miðaldasögu við Oslóarháskóla frá árinu 1995 með sérstaka
ábyrgð á kennslu í Noregssögu tímabilsins 800-1130, en áður starfaði
hann við Björgvinjarháskóla.
Bók Jóns Viðars fjallar almennt um þróun norsks samfélags á tímabil-
hiu 800-1300. Sérstök áhersla er lögð á valdaafstæður samfélagsins og
hvernig þær breyttust í tímans rás. Um 800 hafði höfðingjastéttin bæði
trúarlegt og veraldlegt vald í sínum höndum, en undir aldamótin 1300
skiptu konungur og kirkja þessu valdi á milli sín. Á sama tíma breyttust
kjör og aðstæður almennings á ýmsa lund. Leiguliðabúskapur ruddi sér
til rúms, og hefðbundin tengsl höfðingja og bænda rofnuðu án þess að
hliðstæð bönd knýttust við konungsvaldið. Þá er gerð grein fyrir eflingu