Saga - 2001, Page 113
ENDURSKOÐUN FRÍHÖNDLUNARLAGANNA
111
urskoðuð smávegis á útmánuðum 1807 að loknum tveggja ára
tuga gildistíma þeirra. Aðalatriði þeirrar endurskoðunar voru að
fyrrnefndum kaupstöðum var þá fækkað niður í fjóra, svo sem
nánar er getið hér síðar, og undanþágur íslandskaupmanna frá
tollum o.fl. gjöldum framlengdar lítið breyttar um óákveðirtn
tíma. Þeir skyldu þó eftirleiðis greiða hafnargjöld í ríkjum kon-
ungs eins og aðrir þegnar og útgáfugjöld fyrir svonefnd íslensk
skipsvegabréf (sem nánar er fjallað um hér aftar) voru hækkuð að
mun.4 Síðar þetta sama ár drógust Danir inn í Napóleonsstyrjald-
imar sem bandamenn Frakka gegn Bretum og fleiri þjóðum og
biðu feiknarlegt afhroð í stríðssviptingum næstu sjö ára, sem lauk
með missi Noregs til Svía í friðarsamningunum í Kiel um miðjan
janúar 1814. Verslun Dana og kaupsiglingar, sem höfðu staðið með
miklum blóma meðan þeim tókst að halda hlutleysi sínu, urðu að-
eins svipur hjá sjón eftir að þeir lentu í stríðinu og voru í kalda koli
að því loknu.5
Stríðið olli alls konar ringulreið og verulegum samdrætti í ís-
lensku versliminni. Nokkurt viðskiptasamband komst á um skeið
við Bretland og lítils háttar við Bandaríki Norður-Ameríku. Þessi
reynsla sýndi hve lítil stoð íslendingum var í dönsku versluninni
einni, einkanlega á slíkum stríðstímum, og nú hafði Danaveldi
auk þess skroppið saman svo um munaði við missi Noregs. Þetta
vandamál landsmanna var meira að segja viðurkennt í álitsgerð
Rentukammers í marsmánuði 1815, er bandarískum kaupsýslu
rnanni var veitt tímabundið leyfi til verslunar á íslandi og jafn
framt gert ráð fyrir því að íhugað yrði að gefa verslun landsins
frjálsa við utanríkisþjóðir.6
Verslunamefndin, sem skipuð var 5. mars 1816 í framhaldi af
þessu, taldi hins vegar frjálsa verslun alls ekki henta íslendingum
°8 vera auk þess stórskaðlega Dönum, ekki síst eftir hin gífurlegu
áföll af völdum styrjaldarinnar. Nefndin viðurkertndi þó að að-
skilnaður Noregs frá Danaveldi væri talsvert áfall fyrir Islend-
^ga, því að þeir hefðu t.d. getað fengið timbur og jafnvel fleiri
4 Lovsamling for Island VII, bls. 116-23. - Sigfús Haukur Andrésson,
Verzlunarsaga, bls. 679-83.
^ Ole Feldbæk, Dansk sefarts historie III, bls. 63-128,193-213.
6 Lovsamling for Island VII, bls. 539-41.