Saga - 2001, Blaðsíða 307
Frá Sögufélagi
Aðalfundur Sögufélags árið 2000 var haldinn í Þjóðarbókhlöðu 23. sept-
ember. Forseti félagsins setti fundinn og minntist síðan þeirra félags-
manna, sem stjóminni var kunnugt um að látist hefðu frá síðasta aðal-
fundi, 18. september 1999. Þeir voru:
Árni Halldórsson á Egilsstöðum, Eiríkur Ágústsson í Hafnarfirði, Hall-
dór Kristjánsson frá Kirkjubóli og Ingi R. Helgason hrl. Þá sagði forseti, að
degi fyrir aðalfundinn hefði stjórninni borist sú frétt, að Gunnar Sveins-
son mag. art., skjalavörður, væri látinn, 74 ára að aldri. Gunnar vann mik-
mn hluta af starfsævi sinni fyrir Sögufélag jafnframt aðalstarfi sínu á Þjóð-
skjalasafni, en hann sá um útgáfu Alþitigisbóka íslands frá 10. bindi, sem út
kom árið 1967 og til þess að útgáfu Alþingisbókanna lauk með 17. bindi
árið 1991. Orðrétt sagði forseti: „Gunnar var nákvæmur og vandaður
fræðimaður og hefur Sögufélag notið þessara eðliskosta hans í ríkum
mæli. Verður það seint fullþakkað. Mig langar til að rifja hér upp lýsingu
hans sjálfs á glímunni við Alþingisbækumar, sem fram kemur í formála
við síðasta bindið. „Útgáfustarfið hefur oft verið ærið þungt álag þennan
aldarfjórðung og gleypt bæði frístxmdir og sumarleyfi að drjúgum hluta.
Það er því mikill léttir, þegar verk þetta er að baki. Þó hvílir skuggi yfir
öllu saman: nefnilega vitneskjan um það, að betur hefði víða mátt gera.
Og villumar verða að dúsa þar, sem þær em niður komnar"!".
Að loknum minningarorðum var gengið til venjulegra aðalfundar-
starfa. Fundarstjóri var kosinn séra Sigurjón Einarsson og Hulda Sig-
tryggsdóttir fundarritari.
Dagskrá aðalfundarins hófst með því, að forseti flutti skýrslu stjómar
og greindi frá helstu málum á liðnu starfsári. Stjóm Sögufélags kom sam-
an til fyrsta fundar síns 19. október 1999 og skipti með sér verkum eins og
mælt er fyrir um í 3. grein í lögum félagsins. Heimir Þorleifsson var þá
kosinn forseti, Loftur Guttormsson gjaldkeri og Hulda Sigtryggsdóttir rit-
ari. Aðrir í aðalstjóm á starfsárinu voru Bjöm Bjamason og Svavar
Sigmundsson, en varamenn vom Guðmundur J. Guðmimdsson og
Sigurður Ragnarsson. Tóku varamenn eins og áður fullan þátt í störfum
stjórnar. Formlegir stjómarfundir á þessu starfsári, þ.e. milli aðalfunda,
vom 11 auk funda einstakra stjómarmanna um ýmis mál.
20-SAGA