Saga - 2001, Blaðsíða 202
200
HERMANN PÁLSSON
hann vildi og spurði hví þeir væru nú svo lathendir.63 Þá hjó
Prest-Jóan til Kolbeins, og kom það högg í höfuðið. Var það mik-
ill áverki, og féll hann eigi. Kolbeinn tók til mannanna drjúgum
og kippti fast, er maðurinn var öflugur, og lagði nær að hann
myndi kippa sumum mönnum undir höggin.64 Þá unnu þeir
margir á honum, og féll hann eigi. Þá hjó Prest-Jóan annað högg
í höfuð Kolbeini, og gekk það sár ofan í ennið, og þá féll Kol-
beinn á knéin bæði uppi við vegginn norður frá brandadyrum.
Og þar vágu þeir hann, og varð við allhraustlega sitt líflát.
Hér er ómaklegur endi bundinn á ævi mikils garps; hvergi fellur
s^uggi á vöm hans eða siðgæði. Þó kinokaði samtímamaður Kol-
beins sér ekki við að lasta framkomu hans á banastund, hinn 25.
janúar 1254, og Sturlu Þórðarsyni hermist svo frá að sumarið eftir
komu margir íslendingar með skipi til Björgvinjar. Þórður kakali
frétti þá þau tíðindi sem gerst höfðu á íslandi veturinn áður.
Og svo bar til litlu síðar, er þeir höfðu upp skipað, að Þórður og
nokkrir menn gengu hjá stofu einni og heyrðu þangað manna-
mál. Þeir námu staðar og heyra að sagt var frá drápi Kolbeins
Dufgússonar. Sá maður sagði frá er Þórður hét og var Steinunn-
arson. Þóttust þeir það finna að hann bar allar sögur betur Giss-
uri en brennumönnum, kvað alla menn undrast að Kolbeini
varð ekki fyrir. Þá gengur Þórður í stofuna og mælti: „Nú skal
sjá hversu mikið þér verður fyrir." Laust hann þegar með öxi er
hann hélt á, svo að Þórður féll þegar í óvit.65
Þess gætir víðar í frásögnum sem skráðar voru á þrettándu öld, að
63 Gissur hefur vafalaust minnst Kolbeins úr logunum á Flugumýri. Kolbeini
voru gefin grið á Örlygsstöðum, en síðan var hann í flokki Eyjólfs ofsa og
vann sér það til ágætis í brennunni að bjarga þá Ingibjörgu Sturludóttur,
brúði Halls Gissurarsonar, og bera hana út til kirkju. En áður hafði hann
neitað þessari ungu frænku að kjósa mann með sér út úr logunum. Það var
einmitt á Flugumýri að Kolbeinn mælti ódauðleg orð við Áma beisk,
tryggan stuðningsmann Gissurar í Reykholti forðum: „Man enginn nu
Snorra Sturluson ef þú færð grið."
64 Þetta atriði minnir glögglega á hinn hárprúða Svein Búason í Jómsvíking3
sögu (bls. 89-90) sem hnykkti höfðinu til þegar hann heyrði hvin af öxinru,
en böðull hjó þá hendur af þeim náunga sem hélt hári Sveins.
65 fslendinga saga, bls. 523. Þessi frásögn minnir einnig á viðbrögð Kolbrún-
arskálds á Stiklarstöðum þegar Kimbi hæddist að konungsmönnum fynr
að þola illa sár sín. Ólafs saga helga, bls. 389-90.