Saga - 2001, Blaðsíða 134
132
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
Sá var þó hængur á að þessir kaupmenn réðu víða lögum og lof-
um á gömlu verslunarstöðunum þar sem þeir voru oft bæði land-
eigendur og höfðu í reynd forréttindaaðstöðu á höfnunum.38 Þeim
var þannig í lófa lagið að gera nýjum keppinautum býsna erfitt
um vik, einkum meðan þeirri stefnu var fylgt og verslunamefnd-
in mælti meira að segja með að fjölga kauptúnum sem allra
minnst. Slík fjölgun hlaut þó að vera mikilvæg leið til að auka
samkeppni í verslvminni og auðvelda landsmönnum þannig jafn-
framt kaupstaðarferðir og tilheyrandi vöruflutninga, sem nefndin
benti líka sérstaklega á að væru víðast hvar miklum og margvís-
legum erfiðleikum bundnir.
Þróunin varð þess vegna sú að verslunarstöðum fór fjölgandx
upp úr 1840, sumpart að frumkvæði hins nýendurreista Alþingis
eftir að það tók til starfa 1845. Seyðisfjörður var löggiltur sem
kauptún árið 1842 jafnframt Dyrhólaey sem fyrr er getið. Borðeyn
við Hrútafjörð og Þórshöfn á Langanesi bættust síðan í þann hóp
árið 1846. Árið eftir voru svo takmörkuð og tímabundin leyfi veitt
til verslunar í Þorlákshöfn, Krossvík á Akranesi og Straumfirði a
Mýrum sem urðu undanfarar þess að kauptún voru seinna löggdt
þar. Þá var ákveðið með konungsúrskurði vorið 1854 að tilmælum
Alþingis að fastakaupmönnum skyldi ekki aðeins vera heimilt ad
láta skip sín sigla milli verslunarstaða sinna og ýmissa ólöggilh3
staða með vörur sem þeir hefðu þegar selt landsmönnum á sjálf'
um verslunarstaðnum, heldur ennfremur að kaupa beinlínis iS'
lenskar vörur á slíkum stöðum af íbúunum fyrir nauðsynjavörur
svo sem kom, timbur, járn, hamp, salt, tjöru og steinkol.39 Ýmsir
þessara staða voru síðar löggiltir sem kauptún, en þeim fjölga^1
mun örar eftir að fullt verslunarfrelsi komst á 1855.
Kaupsiglingar til íslands, sem voru löngum ýmsum breytingum
undirorpnar í tíð fríhöndlunar, fóm vaxandi frá og með árirm
1830. Til samanburðar skal þess fyrst getið að samkvæmt útreikm
ingum verslunamefndarinnar frá 1816 sigldu að meðaltali árleg3
56 kaupför, samtals 2.275 stórlestir, til landsins á 20 ára tímabilmu
38 Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 440-43.
39 Lovsamling for Island XII, bls. 428-29; XIII, bls. 553-55, 685-86; XIV'
bls. 460-61; XV, bls. 388-89, 639-41. - Sigfús Haukur Andrésson,
Verzlunarsaga, bls. 425-28,460-63,495-98, 568-69, 576-81.