Saga - 2001, Blaðsíða 72
70 LOFTUR GUTTORMSSON, ÓLÖF GARÐARSDÓTTIR, GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
hagvaxtar býsna þversagnarkennt. Mikill hagvöxtur hafði t.d. oft
í för með sér tímabundna aukningu ungbarna- og barnadauða; er
þetta einkum rakið til þess að hagvaxtarskeið leiddu jafnan til
aukinnar spumar eftir vinnuafli kvenna. Af þessu gat hlotist lak-
ari umönnun bama sem birtist m.a. í minnkandi brjóstagjöf.45
Svipaðar niðurstöður hafa fengist í rannsókn á ungbamadauða í
íslenskum kaupstöðum um og eftir síðustu aldamót. Mikill vöxt-
ur fiskveiða (einkum síldveiða) á Seyðisfirði á síðustu tveimur
áratugum 19. aldar og á Siglufirði skömmu eftir aldamótin 1900
hafði þannig í för með sér aukinn ungbamadauða. í báðum bæj-
unum varð ungbarnadauði umtalsvert meiri en á landsvísu á
þessu hagvaxtarskeiði.46
Oft hefur reynst erfitt að sýna með óyggjandi hætti fram á sam-
band ungbarnadauða og félagslegrar stöðu foreldra. Erlendar
rannsóknir hafa sýnt að í sumum tilvikum voru börn hástéttar-
fólks líklegri til að deyja á fyrsta aldursári en börn lágstéttarfólks.
Þessi munur hefur verið rakinn til þess að fólk af efri stigum þjóð-
félagsins hafði greiðan aðgang að kúamjólk, en vegna fátæktar og
mjólkurskorts voru lágstéttarmæður líklegri til þess að leggja börn
sín á brjóst47 Lífsferilsrannsókn á átta ættum á 19. öld, sem náði
til fólks af öllum stéttum þjóðfélagsins, staðfestir að ekki var áber-
andi munur á ungbama- og smábarnadauða eftir þjóðfélagsstöðu
foreldra (sjá töflu 2). Þannig voru lífslíkur barna í þeirri ætt sem
stóð hæst í þjóðfélagsstiganum, þ.e. meðal afkomenda Gunnlaugs
Briems sýslumanns og Valgerðar Árnadóttur konu hans, nokkurn
vegirrn þær sömu í þessum aldursflokkum og hjá öðrum ættum
úrtaksins.48
45 Szreter, „Economic growth", bls. 693-728. - Sjá ennfremur Drake,
Population and Society in Norway, bls. 85.
46 Gísli Ág. Gunnlaugsson og Loftur Guttormsson, „Household Structure",
bls. 334-36.
47 Woods, Watterson og Woodward, „The Causes of Rapid Infant Mortality
Decline", bls. 363-65. - Brandström, „De kdrlekslösa mödrarna", bls. 79-80. -
Sundin, „Culture, Class and Infant Mortality". - Lokke, Doden i barndom-
men, bls. 145-47.
48 Rannsóknin var svokölluð fjölskylduendurgerð og byggir á upplýsingum
prestsþjónustubóka um fædda og dána í um 120 prestaköllum, sjá Guð-
mund Hálfdanarson, „Old Provinces, Modem Nations", bls. 137-42 og
290-93.