Saga - 2001, Blaðsíða 135
ENDURSKOÐUN FRlHÖNDLUNARLAGANNA
1788-1807. Samkvæmt hliðstæðum útreikningum sem verslunar-
nefndin frá 1834-35 fékk hjá Rentukammerinu um 18 ára tímabil-
ið 1817-34, voru árlegar meðaltalssiglingar þá 55 Vz skip, samtals
2-342 stórlestir, þar af 48Vz skip, samtals 1.994 stórlestir fyrstu 13
árin (1817-29) en 73V2 skip, samtals 3.244 stórlestir, næstu fimm
árin þar á eftir (1830-34). Á þeim tíma sem eftir lifði fríhöndlunar
jukust kaupsiglingamar á tímabilinu 1840-49 að meðaltali árlega
í 101 skip, samtals 3.671 stórlestir, og á árunum 1850-55 í 127 skip
að meðaltali árlega, samtals 5.140 stórlestir.40
Á ýmsu gekk um fjölda fastra kaupmanna í íslensku versluninm
°g mismunandi ítök einstakra þeirra í henni. Þannig voru þeir 35
árið 1792, 19 árið 1807 og aðeins 16 árið 1816 eftir áföll stríðsins,
þar af fjórir íslenskir. Kaupmönnum fór síðan aftur smám saman
Ijölgandi, einkum samfara vaxandi siglingum upp úr 1830 og því
aukna frjálslyndi sem lýsti sér að ýmsu leyti í afstöðu verslunar-
nefndarinnar og tilskipuninni 28. desember 1836. Árið 1849 voru
þeir orðnir 55, þar af 32 danskir og 23 íslenskir og þessar tölur
höfðu ekki breyst verulega árið 1855. Bjó þorri hinna dönsku í
Kaupmannahöfn og þar á meðal að sjálfsögðu allir þeir umsvifa-
mestu. Flestir hinna íslensku voru hins vegar búsettir á Islandi en
voru margir hverjir með annan fótinn í höfuðborginni og sumir
þeirra settust að lokum þar að.41
Að öllu samanlögðu má líta á tilskipunina frá 28. desember 1836
sem dálítið skref í átt til frjálsrar verslunar eða a.m.k. sem hænu-
let eins og Jón Sigurðsson orðar það í yfirlitsgrein sinni um sogu
íslensku verslunarinnar er birtist í danska blaðinu Hejmdal í nóv-
ernbermánuði 1871 og hér hefur nokkuð verið vitnað í.42
Þí. Rtk. I.J. 12, nr. 2527. Skjöl verslunarnefndar 1816. Þar eru útreikningar
beggja nefnda og þeirrar síðari einnig í I.J. 17, nr. 2286. - Jón Sigurðsson,
„Islands Handel for og nu", bls. 279-81 (úr danska blaðinu Hejmdal). -
Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 72-73. - Sjá ennfremur
Hagskinnu, bls. 566-69.
11 Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 602-20. - Jón Sigurðsson,
„Islands Handel for og nu", bls. 284.
42 Jón Sigurðsson, „Islands Handel for og nu", bls. 269-89 (sjá þar bls.
279-80).