Saga - 2001, Blaðsíða 40
38
INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR
bæjarins, en auk presta og lækna var einn karlmannanna í kóm-
um bankaféhirðir.115 Upp úr 1920 æfði Páll ísólfsson blandaðan
kór, og hélt sá kór tvenna tónleika í Dómkirkjunni veturinn 1923.
Söng kórinn þar m.a. Hallelújakórinn úr Messíasi eftir Hándel.116
Þegar litið er til landsbyggðarinnar við upphaf hins nýja söngs
mátti finna blandaða almenna kóra og einstaka kvennakóra. Vet-
urinn 1911-12 var samkórinn Andblær starfandi í Hafnafirði.
Stofnandi Andblæs var Friðrik Bjarnason en stjórnandi kórsins
var Halldór Jónasson frá Eiðum. Fjórum áður síðar, eða 1918, var
kvennakór stofnaður í Hafnafirði, Erlurnar. Friðrik Bjarnason var
stjórnandi kórsins, sem varð töluvert langlífari en samkórinn
Andblær, en hann starfaði í ein sjö ár, eða til ársins 1925.117 Gígjan
á Akureyri var frá upphafi skipuð konum jafnt sem körlum, en
Gígjan söng einkum við messur í Akureyrarkirkju. Magnús Ein-
arsson, stofnandi Gígjunnar, stofnaði síðar sérstakan karlakór,
Söngfélagið Heklu, sem hann fór með í frægðarför til Noregs árið
1905, eins og áður er getið.118
Árið 1927 stofnuðu félagar í Verkamannafélagi Akureyrar
Karlakór Verkamannafélagsins, en tilefni stofnunarinnar var af-
mælishátíð Verkamannafélagsins 26. febrúar 1927. Konur í Verka-
kvennfélaginu á Akureyri vildu ekki láta sitt eftir liggja og stofn-
uðu kvennakór, sem skemmti, eins og karlakórinn, við 1. maí há-
tíðarhöldin í Góðtemplarahúsinu það ár. Ekki fara fleiri sögur af
kvennakórnum, en Karlakór Verkamannafélagsins varð uppistað-
an í Karlakór Akureyrar, sem stofnsettur var árið 1930.119
Eins og áður sagði gekkst Jónas Tómasson ásamt Elíasi Pálssyni
og sr. Sigurgeir Sigurðssyni fyrir stofnun blandaðs kórs á ísafirði
árið 1934, sem hlaut nafnið Sunnukórinn.120 Sunnukórinn er starf-
andi enn í dag og er hann eini samkórinn frá fyrri hluta 20. aldar,
sem hélt velli.
115 Ingólfur Kristjánsson, Harpa minninganna, bls. 315. Áhersla höfundar.
116 Sigríður Thorlacius, María Markan. Endurminningar, bls. 25.
117 „Utbreiðsla sönglistar í Hafnafirði", bls. 6-7. - Ásgeir Guðmundsson, Saga
Hafnafjarðar III, bls. 251.
118 Hulda Á. Stefánsdóttir, Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur II, bls. 26.
119 Einar Olgeirsson, „Karlakór Akureyrar og undanfari hans", bls. 217-20.
120 Jón Þ. Þór, Saga ísafjarðar IV, bls. 275.