Saga - 2001, Blaðsíða 222
220
RITFREGNIR
framt því sem ýmsir aðrir hlutar gripa eru ekki í réttum hlutföllum (t.d.
bls. 329, 382-83, 391). Þá eru stærðarhlutföll gripa ekki færð með ljós-
myndum eða teikningum af gripunum, sem er mikill galli. Auk þess eru
safnnúmer ekki látin fylgja teikningunum af gripunum eða ljósmyndun-
um eins og í frumútgáfunni.
Ég fæ ekki alltaf séð tilganginn með vali teikninga í bókina. Svo er t.d.
um mynd af spjótum á bls. 342 (187. mynd). Ekki er gefið upp hvaða spjót
þetta eru, hverrar tegundar eða hvaðan þau koma.
Ábls. 285 í 2. útgáfu er teikning sem gerð var sérstaklega fyrir útgáfuna
og ætlað er að skýra áttahorf kumla, þ.e. í hvaða átt höfuð líks í kumli
vissi, út frá upplýsingum í töflu á bls. 286. Teikningin gerir grein fyrir
áttahorfi í átta áttir en í töflunni eru áttirnar þrettán. Teikningin nær því
ekki til fimm átta, þ.e. suð-suðvesturs, vest-norðvesturs, vest-suðvesturs,
norð-norðausturs og aust-suðausturs. Þessi teikning bætir því engu við til
að auka skilning á töflunni á bls. 286.
Dr. Jón Steffensen prófessor í læknisfræði rannsakaði öll mannabein
sem fundust við fomleifarannsóknir á íslandi frá 1939 þar til um 1990.
Jafnframt skrifaði hann fjölda greina um beinarannsóknir. Er vinna Jóns á
þessu sviði ómetanleg fyrir íslenska fomleifafræði. Dr. Eva E. Klonowski
greindi síðan nokkrar beinagrindur eftir að Jón lét af því starfi (sjá t.d. bls.
176 og 220). í tengslum við endurútgáfu bókarinnar var ungur fomleifa-
fræðingur, sem numið hefur beinafræði, Hildur Gestsdóttir, fengin til að
rannsaka bein úr íslenskum kumlum upp á nýtt. í flestum tilfellum verða
niðurstöður greininga Hildar aðrar en greiningar Jóns og Evu. Hvergi í
ritinu eru niðurstöður Hildar rökstuddar. Reyndar er vitnað í skýrsluna
Kyn- og lífaldursgreiningar á beinum úr íslenskum kumlum sem Hildur ritaði
um beinarannsóknimar og gefin var út af Fomleifastofnun íslands árið
1998. Er um að ræða afar stutta skýrslu eða 14 bls. Þar af em 7 bls. töflur
með aldurs- og kyngreiningu beinanna sem Hildur rannsakaði vegna
endurútgáfu Kumla og haugfjár. Skýrslan kastar ekki heldur neinu ljósi á
misræmið í greiningum þeirra Jóns og Evu annars vegar og Hildar hins
vegar.
Þegar rýnt er í texta endurútgáfunnar má beinlínis finna dæmi þess að
vitnað sé rangt í dr. Jón Steffensen. Á það t.d. við um bein úr kumli úr
Vatnsdal. Þar er ritað neðarlega á bls. 118:
Að mati Jóns Steffensen em beinin úr 3 konum og 4 karlmönnum, en
nýleg endurskoðun Hildar Gestsdóttur gefur aðra niðurstöðu og fylg*r
hún hér innan sviga á eftir greiningu Jóns: 18 ára stúlka (13-17 ára, kyn
óvíst), 18 ára piltur (13-17 ára piltur), 23 ára karl (18-25 ára karl), 24 ára
kona (18-25 ára kona), 28 ára kona (36-45 ára kona), karl um þrítugt
(26-35 ára karl) og 25 ára karl (36-45 ára karl).
í grein eftir Jón, „Lýsing mannabeina úr fomminjafundinum í Vatnsdal,
Patreksfirði", Árbók hins íslenska fornleifafélags 1966, bls. 33-54, er gerð