Saga - 2001, Blaðsíða 16
14
INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR
væru allir jafn mikilvægir. í allri orðræðu um kórsöng var talað
um að hann væri sérstaklega vel til þess fallinn að efla og rækta
hugmyndir og tilfinningar um samstöðu, jafnrétti, bræðralag og
föðurlandsást. En þessir þættir mynduðu kjarnann í hugmynd-
inni um íslenska þjóðríkið og voru þær máttarstoðir, sem nýja
þjóðríkið byggði á.
Söngur er í senn líkamlegur og andlegur, og í kórsöng á sér stað
líkamleg og andleg samstilling manna á milli, og fátt er talið jafn
áhrifaríkt í mótun samkenndar og einingar og líkamleg og andleg
samstilling af þessu tagi.19 Kórsöngur skapar raunverulega eða
ímyndaða tilfinningu fyrir samstöðu og sáttum.20 Samsöngur,
einkum og sér í lagi flutningur þjóðsöngsins, var talinn fá því
áorkað „að menn með gagnólíkar skoðanir, menn á allskonar
þrepum í stiga mannfélagsins, standa hlið við hlið, líkt og góðvin-
ir og samherjar, þegar raddir þeirra mætast í söng þessum, sem er
sameign þeirra."211 karlakórum syngja menn sem „einn væri''.22
í kórsöng tákngerðist draumsýn íslenskra þjóðfrelsismanna um
íslenskt samfélag og íslenska þjóð.
Kórsöngurinn er eins og táknmynd af fullkomnu samfélagi
mannanna. Hver einstaklingur hefir rétt til að efla og þroska
getu sína, ná sem mestri fullkomnun eftir því sem hæfileikar
hans benda til, en hann fær ekki að grafa pund sitt í jörðu, því
hann verður að leggja hönd á plóginn með meðbræðrum sínum
og sameinast í samstarfi fyrir sömu hugsjónina: þarfir samfé-
lagsins. Þá fyrst hefðu mennirnir von um að verða hamingju-
samir - hamingjusamir eins og söngmaðurinn, sem syngur af
hjartans lyst og lætur rödd sína renna saman við raddir söng-
bræðra sinna í undurfagran samhljóm...23.
Kórsöngur kom einstaklingum ekki aðeins í dýpri snertingu við
aðra, heldur líka í dýpri snertingu við sjálfa sig. Hin nýja sönglist
vekur af svefni hljóma, göfugar tilfinningar og hugrenningar,
sem án hans aldrei rísa af blundi né bæra á sér.... Tónamir fegra
tilveruna og veita mönnum gleði og unað á þann hátt að túlka
19 William H. McNeill, Keqjing Together in Time, bls. 13-14.
20 Jacques Attali, Noise: The Political Economy ofMusic, bls. 36 og 46.
21 Þórður Kristleifsson, „Þjóðsöngvar", bls. 87.
22 Magnús Guðbrandsson, „Síðasti Móhíkaninn", bls. 5.
23 Erik Abrahamsen, „Karlakórssöngurinn og hugsjónir hans", bls. 100-101.