Saga - 2001, Blaðsíða 92
90
fór dánartíðni af völdum flestra helstu barnasmitsótta þannig
minnkandi í Englandi frá a.m.k. 1860/1871 að telja.91 Barnaveiki
(diphtheria og croup) hélt þó sínu striki lengur fram eftir öldinni, en
hér á landi virðist hún hafa sótt mjög í sig veðrið á fjórða áratug
aldarinnar í kjölfar þess að hún var þá farin að geisa sem skæð far-
sótt á meginlandi Evrópu.92 Eins og áður segir átti uppgangur
barnaveikinnar mestan þátt í því að smábarnadauði fór vaxandi í
álfunni um þetta leyti. Hér á landi olli bamaveikin hvað eftir ann-
að miklum farsóttum á tímabilinu 1850-80, hinni skæðustu árið
1860.93 Eftir 1880 fór að draga úr krafti sóttarinnar; þegar hún
skaut upp kollinum reyndist hún ekki skæðari en svo að víða
tókst að stöðva hana með sóttvömum. Eftir uppgötvun bakterí-
unnar sem veldur sýkinni var á síðasta áratug aldarinnar farið að
lækna sjúka með blóðvatni (serum) sem skilaði góðum árangri hér
sem annars staðar.94
Ljóst er að hér líkt og í nágrannalöndimum var mjög tekið að
draga úr dánartíðni bama af völdum smitsjúkdóma alllöngu áður
en skilvirk læknisráð komu til sögunnar.95 Deilt er um það með
hvaða hætti þetta gerðist. Kenning Thomas McKeowns um að
bætt afkoma og ríkulegri fæðukostur almennings hafi haft úrslita-
þýðingu í þessu efni, stenst illa gagnrýni.96 Þó er ekki að efa að
yfirleitt eykur fjölbreyttur og ríkulegur fæðukostur líkur á að börn
haldi lífi og öðlist meiri viðnámsþrótt gagnvart skaðvænum um-
91 McKeown, The Modern Rise of Population, bls. 95-100. - Hardy, „Rickets
and the Rest", bls. 392-95.
92 Sjá Guðmund Hannesson, „Manndauði á íslandi", bls. 52-56. - Nelson,
„Diphtheria", bls. 219-23. - Á íslensku gerði Jón Hjaltalín fyrstur skýra
grein fyrir helstu afbrigðum bamaveikinnar, diphtheria („himnukennd
hálsbólga") og croup („kirkingur/barkakýlisbólga"), sjá rit hans, Bamaveik-
in og taugaveikin, bls. 3-6.
93 Sjá Steingrím Matthíasson, „Bamadauði", bls. 84-85.
94 Sjá Preston og Haines, Fatal Years, bls. 13-14. - Nelson, „Diphtheria",
bls. 219. - Skýrslur um heilbrigði manna á íslandi árin 1891-1895, bls. 60. -
Jónas Jónassen, „Blóðvatnslækning gegn barnaveiki", bls. 76-80. -
Guðmundur Bjömsson, Skýrslur um heilsufar, bls. 5-6.
95 Fram á þetta sýndi McKeown á sínum tíma með gildum rökum, sjá The
Modern Rise of Population.
96 Sjá einkum Razzell, „An Interpretation", bls. 5-17.
J