Saga - 2001, Blaðsíða 39
HIN KARLMANNLEGA RAUST
37
Tilgangurinn með söngskemmtuninni var að afla fjár til að kaupa
hljóðfæri handa Kvennaskólanum og var hagnaðurmn af tónleik-
unum svo mikill að stofnaður var hljóðfærakaupasjóður Kvenna-
skólans og fest kaup á hljóðfæri fyrir skólann erlendis frá.110
Söngkennsla Sigurðar við Kvennaskólann var aukastarf og
kenndi hann kvennaskólastúlkum söng aðeins í einn vetur.111
María Markan, sem söng í kórnum undir stjórn Sigurðar, segir
í ævisögu sinni, að hún haldi að Sigurður hafi ekki verið of sæll
að kenna stúlkunum söng, „þessum ólátabelgjum .112
Skömmu síðar, eða 1926, stofnaði Sigurður Karlakór Reykjavík-
ur sem hann gerði, eins og áður sagði, fljótt að „stórveldi í ís-
lenzku tónlistarlífi og frægan með erlendum þjóðum .113
Konur og almennir kórar
Konur sungu ekki aðeins í skólakórum, þær sungu einnig í al-
mennum söngfélögum. Árið 1865 fluttist til landsins dönsk kona,
frú Olufa Finsen, eiginkona Hilmars Finsens, sem var stiftamt-
maður og síðar landshöfðingi. Frú Olufa Finsen var vel menntuð
á sviði tónlistar og fljótlega eftir að hún kom til landsins stofnaði
hún söngflokk karla og kvenna, sem hún æfði saman meðal ann-
ars til að syngja Messías eftir Hándel, og mun það hafa verið fyrsti
blandaði kórinn á íslandi. Kór þessi vakti mikla athygli þegar
hann flutti sorgarkantötu við útför hjónanna Jóns Sigurðssonar og
Ingibjargar Einarsdóttur í Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1880.114
í endurminningum sínum mirtmst Ámi Thorsteinsson eins
söngfélags í Reykjavík, sem var skipað „körlum og konum , sem
Steingrímur Johnsen söngkennari og Bjöm Kristjánsson kaup-
maður og söngfræðingur stofnuðu árið 1883. Þótt söngfélag þetta
væri sjálfstætt, söng það oft í Dómkirkjunni til ágóða fyrir hana.
Konumar í kórnum voru allt dætur og eiginkonur betri borgara
110 Sigríður Thorlacius, María Markan. Enduminningar, bls. 26.
111 Gunnar M. Magnúss, Sigurðar bók Þórðarsonar, bls. 35.
112 Sigríður Thorlacius, María Markan. Enduminningar, bls. 25.
113 Indriði G. Þorsteinsson, Áfratn veginn, bls. 77.
114 Jón Þórarinsson, Sveinbjöm Sveinbjórnsson, bls. 97.