Saga - 2001, Blaðsíða 32
30
INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR
mikill söngur og til hans þurfti að vanda.81 Ákveðið var að mynda
þjóðhátíðarkór af sömu gerð og á Alþingishátíðinni, karlakór, sem
hefði á að skipa fulltrúum úr kórum Sambands íslenskra karla-
kóra. í þetta sinn urðu þó aðeins fyrir valinu fulltrúar úr fimm
karlakórum starfandi í Reykjavík og Hafnarfirði, og áttu stjóm-
endur þeirra að skiptast á um að stjórna söng kórsins á Þingvöll-
um, en „að sjálfsögðu" voru eingöngu valin íslensk lög og ljóð til
flutnings á hátíðinni. Þjóðhátíðarkórinn samanstóð af Karlakóm-
um Fóstbræðrum, undir stjórn Jóns Halldórssonar, Karlakór
Reykjavíkur, undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar, Karlakórnum
Kátum félögum, undir stjórn Halls Þorleifssonar, Karlakór iðnað-
armanna, undir stjórn Róberts Abrahams Ottóssonar og Karla-
kómum Þröstum undir stjóm séra Garðars Þorsteinssonar.82
Eins og á Alþingishátíðinni var efnt til samkeppni um hátíðar-
ljóð, sem átti að vera „alþýðlegt og örvandi ljóð, er gæti orðið
frelsissöngur íslendinga." í þetta sinn voru sigurvegararnir líka
tveir, Unnur B. Bjarklind, Hulda, fyrir kvæðið „Söngvar helgaðir
Þjóðhátíðardegi íslands 17. júní 1944" og Jóhannes úr Kötlum fyr-
ir kvæðið „íslendingaljóð 17. júní 1944". Erm á ný var efnt til laga-
samkeppni við hin nýju Ijóð og hlaut lag Emils Thoroddsens við
þriðja kaflann úr hátíðarljóði Huldu, „Hver á sér fegra föður-
land", fyrstu verðlaun, en viðurkenningu fékk einnig lag Þórarins
Guðmundssonar fiðluleikara, er hann samdi við hátíðarljóð Jó-
hannesar úr Kötlum, „Land míns föður, landið mitt".83
Þótt karlakórssöngur væri ráðandi á Lýðveldishátíðinni, mátti
þar líka heyra í konum syngja með í hinum svokallaða Þjóðkór.
Þjóðkórinn, sem samanstóð af tíu körlum og tíu konum, var stofn-
aður af Páli Isólfssyni á stríðsárunum og kom fram í dagskrárlið í
Ríkisútvarpinu, sem var nefndur „Takið imdir" og söng kórinn
einkum ættjarðarlög.84 Söngur ættjarðalaga átti að spoma gegn
vinsældum erlendra slagara, sem bámst til landsins á stríðsárunum.
í eftirmælum um Pál sagði Árni Kristjánsson um Þjóðkórirm og
framlag Páls
81 Lýðveldishátiðin 1944, bls. 86.
82 Sama heimild, bls. 73 og 87.
83 Sama heimild, bls. 73-75.
84 Gunnar Stefánsson, Útvarp Reykjavtk, bls. 188.