Saga - 2001, Blaðsíða 122
120
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
nefnast einu nafni löggiltir verslunarstaðir.22 í síðamefnda hópn-
um (úthafnir) vom Vestmannaeyjar (kaupstaður 1786-1807), Eyr-
arbakki, Keflavík, Hafnarfjörður, Búðir, Ólafsvík, Stykkishólmur,
Flatey, Patreksfjörður, Bíldudalur, Þingeyri (Dýrafjörður), Flateyri
(Önimdarfjörður), ísafjörður (kaupstaður 1786-1816), Reykjar-
fjörður, Skagaströnd, Hofsós, Siglufjörður, Húsavík, Raufarhöfn,
Vopnafjörður og Djúpivogur (Berufjörður).
Alls vom því 25 verslunarstaðir á landinu um þetta leyti, þ.e.
álíka margir eins og við upphaf fríhöndlunar. En sú breyting hafði
á orðið að verslun hafði lagst niður í Grindavík, á Básendum, Am-
arstapa og Reyðarfirði (þ.e. Utstekk við Breiðuvík) og þessir stað-
ir þar með horfið úr tölu kauptúna. Hins vegar höfðu Flateyri,
Siglufjörður og Raufarhöfn orðið löggiltir verslunarstaðir, og segja
má að gamla Reyðarfjarðarverslunin hafi flust inn á Eskifjörð sem
varð fyrst verslunarstaður (og kaupstaður) eftir tilkomu frfhöndl-
unar.23
Nefndin áleit að þessir 25 verslunarstaðir væru yfirleitt allvel í
sveit settir á landinu og gæta yrði fyllstu varúðar við fjölgun
kauptúna nema framleiðsla útflutningsvara ykist að sama skapi-
Arrnars græfu nýir verslunarstaðir bara undan þeim sem fyrir
væm. Þar með var komið að áðumefndri spumingu um það hvort
löggilda ætti kauptún í Þorlákshöfn. Nefndin rifjaði það upp að
reynt hefði verið að stofna þar til verslunar á fyrstu árum frí-
höndlunar en sú starfsemi fljótlega verið börmuð, einkum á þeim
forsendum að hún skaðaði Eyrarbakkaverslun.24 Síðan hefðu
sýslumenn í Ámessýslu hver fram af öðrum og loks nú nýlega far-
ið fram á að verslun yrði leyfð í Þorlákshöfn eða a.m.k. lausaversl-
un. Nefndin kvaðst bæði hafa borið þetta undir Eyrarbakkakaup'
mann og kaupmenn í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík og allir
hefðu þeir lagst gegn því, þar eð það yrði ekki aðeins skaðlegt
verslunarrekstri á Eyrarbakka heldur og í Reykjavík og jafnvel
einnig á hinum stöðunum tveimur! Þá hefði og eigandi og ábu-
22 RA. Rtk. 2411, 132. Álitsgerð verslunamefndar, bls. 40-55. - Sbr. SigWs
Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 359-413.
23 Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 445-608 (um alla þáverandi
verslunarstaði landsins).
24 Sbr. Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 370,378-86,460-64.